Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   mán 08. mars 2010 12:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Grindavíkur 
Ray Anthony Jónsson gerir nýjan samning við Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ray Anthony Jónsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Grindavík.

Ray hefur spilað 127 leiki í efstu deild með Grindavík auk þess að hafa leikið fjölda bikarleikja og nokkra Evrópuleiki.

,,Það kom ekkert annað til greina en að semja aftur við mitt lið. Er búinn að ræða við forráðamenn knattspyrnudeildarinnar um samninginn í nokkurn tíma en við flýttum okkur hægt í þeim efnum en ég er ánægður með niðurstöðuna," sagði Ray í viðtali á heimasíðu Grindavíkur.

Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur leikið sem bakvörður lengst af á ferlinum en í síðustu leikjum í Lengjubikarnum hefur hann leikið í miðverði. Ray býst þó ekki við að spila meira þar á næstunni.

,,Nei ég býst ekki við því, Luka er bara að prófa okkur öðrum stöðum ef eitthvað kæmi upp á í leik og það þyrfti að breyta til."
banner