Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 18. september 2003 00:00
Elvar Geir Magnússon
Lehmann tekur á sig sökina
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Jens Lehmann markvörður Arsenal hefur tekið á sig sökina fyrir tapinu gegn Inter í leik liðanna í Meistaradeildinni í gær. Lehmann hefði getað gert betur í 2 af 3 mörkum Inter manna og segir sjálfur að hann hafi ekki staðið sig í leiknum þó svo að vörnin hafi verið eins og gatasigti á tímum.

Lehmann sem kom til Arsenal frá Dortmund í sumar fyrir 1,5 milljónir punda hefur þó staðið sig ágætlega í deildinni og aðeins fengið á sig 3 mörk í 5 leikjum en hefði átt að gera betur í gær. Hann var alltof lengi út úr markinu í fyrsta marki Inter sem Julio Cruz skoraði og hefði einnig átt að halda skoti Andy van der Meyde á nærstöngina úti en skotið var reyndar mjög fast.

"Ég veit að það er hlutverk liðsins að verjast en það er mitt hlutverk að halda markinu hreinu. Ég er mjög vonsvikinn yfir frammistöðu minni og ég veit að ég get gert betur. Þar af leiðandi þarf ég að leggja harðar af mér" sagði hann í samtali við enskt dagblað eftir leikinn í gærkvöldi.

Arsenal leika næst gegn Englandsmeisturum Manchester United og það verður spennandi að sjá hvort þeir nái að rífa sig upp eftir tapið gegn United sem eru á góðri siglingu þessa dagana eftir frábæran 5-0 sigur gegn Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner
banner