Gullskór adidas voru í gær afhentir markahæstu leikmönnum efstu deildar karla og kvenna árið 2009. Afhendingin fór fram í sjónvarpssal og verður sýnt frá henni í upphitunarþætti sjónvarpsins fyrir komandi fótboltasumar mánudagskvöldið 3. maí.
Gullskór adidas eru nú afhentir í 27. skiptið til markahæstu leikmanna í efstu deildum karla og kvenna. Árið 1983 fékk Ingi Björn Albertsson fyrsta gullskóinn afhentann og síðan þá hafa 119 skór verið afhentir til rúmlega 60 leikmanna.
Þau sem hafa fengið flesta skó frá adidas eru Olga Færseth með átta skó, Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðmundur Steinsson með sex skó og Tryggvi Guðmundsson með fimm skó.
Hér að neðan má sjá myndir af leikmönnunum með skóna.
Markahæst árið 2009 voru:
Pepsideild kvenna
Kristín Ýr Bjarnadóttir - Val, 23 mörk.
Rakel Hönnudóttir - Þór, 23 mörk.
Mateja Zver - Þór, 20 mörk.
Pepsideild karla
Björgólfur Hideaki Takefusa - KR, 16 mörk.
Atli Viðar Björnsson - FH, 14 mörk.
Alfreð Finnbogason - Breiðablik, 13 mörk.