Sex leikmenn Arsenal og tveir leikmenn Manchester United hafa verið kærðir eftir ólætin í leik liðanna seinasta laugardag. Lauren, Ray Parlour Ashley Cole, Martin Keown, Patrick Vieira og Jens Lehmann leikmenn Arsenal hafa verið ákærðir sem og Cristiano Ronaldo og Ryan Giggs leikmenn Manchester United en Phil Neville fékk aðvörun. Lauren hjá Arsenal fékk fjórar kærur og mun því væntanlega fá ansi langt bann fyrir. Einnig hefur lið Arsenal verið ákært fyrir að fyrir að sjá ekki til þess að leikmenn þeirra hagi sér vel. Hér að neðan má sjá ákæruatriðin fyrir hvern leikmann:
Lauren:
Tvær kærur ósæmilega hegðun, tvær kærur fyrir ofsalega framkomu. Lauren var ákærður í tveimur liðum fyrir ósæmilega hegðun , í fyrsta lagi fyrir að að vera með ógnandi framkomu við Ruud van Nistelrooy eftir atvikið milli Nistelrooy og Patrick Vieira, og hins vegar fyrir að vera með ógnandi framkomu við Ryan Giggs eftir að leikurinn var flautaður af.
Einnig var Lauren ákærður í tveimur liðum fyrir ofsalega framkomu, annarsvegar fyrir að sparka í átt að Quinton Fortune eftir að vítið var dæmt og fyrir að ýta harkalega í bakið á Nistelrooy eftir lokaflautið. Sem sagt Lauren er í mjög slæmum málum!
Martin Keown:
Ein kæra fyrir ósæmilega hegðun og önnur fyrir ofsalega framkomu. Kæran fyrir ósæmilega hegðun er fyrir að öskra á Ruud Van Nistelrooy eftir að hann brenndi af vítaspyrnunni og ofsalega framkoman fyrir að slá aftan á höfuð Nistelrooy í leikslok.
Ray Parlour:
Ein kæra fyrir ósæmilega hegðun og önnur fyrir ofsalega framkomu. Kæran fyrir ósæmilega hegðun er vegna þess að hann réðst að Ruud Van Nistelrooy í leikslok en kæran fyrir ofsalega framkomu er þegar að hann greip í Gary Neville.
Ashley Cole:
Ein kæra fyrir ósæmilega hegðun en hann lenti í átökum við Cristiano Ronaldo undir leikslok.
Jens Lehmann:
Ein kæra fyrir ósæmilega hegðun er hann veittist að Steve Bennett dómara eftir að Patrick Vieira fékk sitt annað gula spjald og fyrir að reyna ítrekað að ná til Ruud Van Nistelrooy.
Patrick Vieira:
Ein kæra fyrir ósæmilega hegðun. Hann fór ekki strax af velli í kjölfar brottreksturs síns en fór í staðinn og veittist að Ruud Van Nistelrooy auk þess sem að hann átti í hörðum orðasamskiptum við fjórða dómara leiksins Neale Barry.
Ryan Giggs:
Ein kæra fyrir ósæmilega hegðun en hann lenti í átökum við Lauren í leikslok.
Cristiano Ronaldo:
Ein kæra fyrir ósæmilega hegðun en hann lenti í átökum við Martin Keown í leikslok.
Athugasemdir