- Aðalbjörn Hannesson ritar frá Akureyri
Ásmundur Haraldsson þjálfari Gróttumanna var sáttur með stigið eftir 1-1 jafntefli gegn KA-mönnum á Akureyri í kvöld.
Haukur Hinriksson kom KA-mönnum yfir um miðbik síðari hálfleiks en Magnús Stefán Gíslason jafnaði örskömmu síðar eftir klaufagang í vörn KA-manna.
,,Mér fannst þetta vera mikill baráttuleikur sem var spilaður við erfiðar aðstæður en samt góðar. Þunugr og blautur völlurinn og smá vindur í fyrri hálfleik. Fínn fótbolti á köflum hjá báðum liðum," sagði Ásmundur eftir leikinn.
Þetta var fyrsta stig Gróttu í sumar en þeir töpuðu í fyrstu umferð gegn ÍR. KA-menn aftur á móti unnu góðan útisigur gegn Þrótti.
,,Við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik, við vorum búnir að kortleggja þá. Við náðum að koma í veg fyrir flest allt. Í marki KA voru þetta einstaklingsmistök," sagði Ásmundur.
,,Ég var mjög ánægður með markið sem Maggi skoraði í dag. Baráttan var til fyrirmyndar og allir voru að leggja sig fram. Allir voru að hlaupa og djöflast og mjög ánægður að koma hingað norður á erfiðan völl eftir bílferð sem við ætluðum svo sem ekki í en ánægður að fá fyrsta stigið í dag."
Gróttumenn mæta Hamar í VISA-bikarnum á þriðjudag og segist Ásmundur ekki hugsa um neitt annað en þann leik. ,,Við ætlum að halda áfram okkar vinnu eins og í síðustu tveimur leikjum. Þannig við förum í þann leik fullir tilhlökkunar. Það er eins langt og ég horfi. Horfi ekkert lengra en það.