Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   fim 03. júní 2010 14:19
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Goal 
Bragð Norður-Kóreu brást - sóknarmaður skráður sem markmaður
Mynd: Getty Images
Norður-Kórea ákvað að taka aðeins tvo markverði með sér á HM og notaði því það bragð að skrá sóknarmanninn Kim Myong-Won sem markmann til þess að taka fleiri sóknarmenn með á mótið.

FIFA hefur aftur á móti tekið það fram að þeir sem eru skráðir sem markmenn verða að spila sem markmenn.

,,Hópurinn sem kynntur er 1. júní er lokahópur og honum má ekki breyta. Í lokahópnum mega ekki vera fleiri en 23 leikmenn, þrír af þeim verða að vera markmenn," tilkynnti FIFA.

,,Eina undantekningin er sú að ef einhver meiðist alvarlega þá má skipta honum út allt að 24 tímum fyrir fyrsta leik viðkomandi liðs í mótinu."

,,Þeir leikmenn sem eru skráðir sem markmenn mega einungis spila í markinu en ekki útispilandi. Þetta verður sagt við liðin á fundum og passað að virt sé reglurnar í leikjum."

,,Þannig að til að svara spurningunni varðandi Norður-kóreska leikmanninn: Kim Myong-Won má ekki spila sem útileikmaður sé hann skráður sem markmaður."

banner