Heimild: Bold.dk
Arnór Smárason hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska félagið Esbjerg.
Arnór kemur frítt til Esbjerg frá Heerenveen þar sem hann hefur spilað síðan hann var 15 ára.
Þessi 21 árs gamli leikmaður er kominn á fullt á nýjan leik eftir að hafa glímt við meiðsli í marga mánuði.
,,Ég valdi EfB því að þetta er félag sem hafði mikinn áhuga á mér," sagði Arnór eftir að hafa samið í dag.
,,Ég kom í heimsókn hingað fyrir nokkrum vikum síðan og frá fyrsta augnabliki var þetta mjög jákvæð reynsla. Þetta er félag sem spilar sókndjarfan fótbolta og það er mikilvægt fyrir mig."