Keflavík 1 – 1 Haukar:
0-1 Sam Mantom ('52)
1-1 Brynjar Örn Guðmundsson ('86)
0-1 Sam Mantom ('52)
1-1 Brynjar Örn Guðmundsson ('86)
Veðurguðirnir buðu ekki upp á neina sérstaka dagskrá í Reykjanesbæ í kvöld þegar Keflavík og Haukar mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla. Veðrið til knattspyrnuiðkunar var líklega ekki boðlegt en þó.
Það tók leikmenn beggja liða þó nokkurn tíma að átta sig á aðstæðum og var boltinn líklega meira útaf vellinum en inn á honum fyrstu mínútur leiksins. Haukar léku með strekings hliðarvind sem og með vind í fyrri hálfleik.
Keflvíkingar voru hættulegri í fyrri hálfleik þó ekki jafn mikið eins og staðan í deildinni gefur til kynna enda getur allt gerst í knattspyrnunni og hvað þá þegar veðrið lék svona við leikmennina. Eina von Haukana í fyrri hálfleik var úr aukaspyrnum, þeir fengu tvær slíkar en nýttu sér þær ílla, önnur fór beint á Ómar og hin rúllaði framhjá markinu. Hjá Keflavík átti Hólmar Örn Rúnarsson skot sem Daði Lárusson varði örugglega einnig átti Magnús Sverrir Þorsteinsson skot rétt framhjá innan teigs.
Tíðindalítill fyrri hálfleikur var síðan flautaður af eftir 48 mínútna leik, fyrr í uppbótartímanum gerðu Haukar skiptingu. Útaf fór Þórhallur Dan Jóhannsson meiddur og í hans stað kom Pétur Örn Gíslason.
Seinni hálfleikurinn byrjaði með stórsóknum Keflvíkinga sem ætluðu virkilega að setja mark sitt á leikinn sem fyrst en það kom í bakið á þeim á 52.mínútu þegar Sam Mantom fékk góða sendingu innfyrir vörn Hauka og var á ögurstundu kominn í upplagt marktækifæri sem hann nýtti eins og sannur Breti og lagði boltann framhjá Ómari meðfram jörðinni. Gestirnir komnir yfir 0-1.
Arnar Gunnlaugsson átti stuttu síðar aukaspyrnu sem Ómar Jóhannsson í marki Keflvíkinga náði með naumindum að slá yfir markið. Keflvíkingar voru staðráðnir í að halda áfram að sækja að krafti. Jóhann Birnir átti skalla réttframhjá eftir að hafa verið einn og óvaldaður á fjærstönginni og stuttu síðar átti Andri Steinn Birgisson þrumuskot í þverslánna, skot sem Daði Lárusson átti ekki séns í.
Sam Mantom skoraði svo annað mark sitt í leiknum en það var dæmt af vegna brots sem Ásgeir Þór Ingólfsson hafði átt að framkvæma. Haukarnir áttu næstu sókn einnig, Ásgeir Þór átti þá góða sendingu fyrir frá hægri sem Sam Mantom skallaði að marki Keflvíkinga, en rétt framhjá. Sam Mantom var einn og óvaldaður á nærstönginni og hefði getað gert mun betur.
Willum Þór Þórsson gerði síðan tvöfalda skiptingu á 76.mínútu og í kjölfarið áttu Keflvíkingar líklega bestu sókn þeirra í leiknum. Hún endaði með því að Andri Steinn Birgisson átti þrumuskot beint á Daða Lárusson af stuttu færi.
Þegar einungis fjórar mínútur lifðu leiks náðu Keflvíkingar loks að brjóta upp varnarmúr Hauka sem hafði staðið í 86.mínútur. Varamaðurinn Brynjar Örn Guðmundsson átti þá fyrirgjöf inn í af endalínunni sem var slök og fór beint á Daða í markinu sem missreiknaði boltann og fékk hann í sig og inn.
Lokamínúturnar voru eign Keflvíkinga sem reyndu hvað þeir gátu til að innbyrða sigur en þeir áttu ekkert hættulegt færi og því jafntefli staðreynd 1-1. Bæði lið mega eiga það að þau reyndu hvað þau gátu til að spila fótbolta í þessu veðri og gekk það missvel en þegar líða fór á leikinn höfðu leikmenn betri tök á boltanum og varð knattspyrnan sem boðin var upp á betri og betri.
Keflavík Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Haraldur Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Alen Sutej(Brynjar Örn Guðmundsson('76)) - Paul Mcshane, Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson - Magnús Sverrir Þorsteinsson, Andri Steinn Birgisson (Magnús Þórir Matthíasson('76)), Jóhann B. Guðmundsson
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Sigurður Gunnar Sævarsson, Ómar Karl Sigurðsson
Haukar Daði Lárusson (M), Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Úlfar Hrafn Pálsson(Ásgeir Þór Ingólfsson('61)), Hilmar Geir Eiðsson, Þórhallur Dan Jóhansson (F)(Pétur Örn Gíslason('45)), Arnar Gunnlaugsson, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Daníel Einarsson, Guðmundur Mete, Sam Manton.
Ónotaðir varamenn: Amir Mehica (M), Jónas Bjarnason , Stefán Daníel Jónsson, Jónmundur Grétarsson, Grétar Atli Grétarsson.
Áhorfendur: Tæplega 350