Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. júlí 2010 23:04
Fótbolti.net
Víkingur Ólafsvík áfram í undanúrslit VISA-bikarsins
Einar Hjörleifsson varði tvær vítaspyrnur.
Einar Hjörleifsson varði tvær vítaspyrnur.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Víkingur Ólafsvík og Stjarnan mætast í kvöld.
Víkingur Ólafsvík og Stjarnan mætast í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Heiðar Atli kom Víkingi yfir.  Hann er í láni hjá Ólafsvíkingum frá Stjörnunni.
Heiðar Atli kom Víkingi yfir. Hann er í láni hjá Ólafsvíkingum frá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L
Víkingur Ó. 3 - 3 Stjarnan (7-8 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Heiðar Atli Emilsson (´9)
2-0 Edin Beslija ('86)
2-1 Bjarki Páll Eysteinsson ('89)
2-2 Ellert Hreinsson ('90)
3-2 Sindri Már Sigurþórsson ('92)
3-3 Arnar Már Björgvinsson ('100)

Gangur vítaspyrnukeppninnar:
3-4 Baldvin Sturluson skorar
4-4 Artjom Gonchar skorar
4-5 Bjarki Páll Eysteinsson skorar
Bjarni Þórður Halldórsson ver frá Brynjari Gauta Guðjónssyni. Bjarni varði en fór of snemma af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna
5-5 Brynjar Gauti skorar í annarri tilraun
5-6 Halldór Orri Björnsson skorar
6-6 Brynjar Kristmundsson skorar
6-7 Arnar Már Björgvinsson skorar
6-7 Bjarni Þórður ver frá Tomasz Luba
6-7 Einar Hjörleifsson ver frá Ellerti Hreinssyni
7-7 Edin Beslija skorar....þetta fer í bráðabana!
7-7 Einar Hjörleifsson ver frá Jóhanni Laxal á ótrúlegan hátt
7-8 Þorsteinn Már skorar og Víkingur Ólafsvík fer í undanúrslit VISA-bikarsins!

120.mín: Framlengingunni er lokið og því þarf að grípa til vítaspyrnukeppni! Mikil spenna í Ólafsvík.....

118.mín: Edin Beslija leikur á Bjarka Pál Eysteinsson á vinstri kantinum og rennir boltanum út á Þorstein Má Ragnarsson sem á skot en Bjarni Þórður ver í horn.

114.mín: Þreytan er farinn að segja til sín hjá leikmönnum og minna hefur verið um færi í síðari hálfleik framlengingarinnar.

105.mín: Búið er að flauta til leikhlés í framlengingunni og spennan er mikil!

103.mín: Mikið fjör í leiknum í Ólafsvík þessa stundina! Ellert Hreinsson skýtur yfir úr dauðafæri.

102.mín: Heimamenn eru ósáttir eftir að Fannar Hilmarsson brýtur á Tryggva Sveini Bjarnasyni innan vítateigs. Þorvaldur Árnason dæmir ekkert og Ejub Purisevic þjálfari Víkings fær gula spjaldið fyrir mótmæli.

100.mín: MAAARRRRRKKK!!! Stjarnan jafnar 3-3! Steinþór Freyr sendir boltann inn á varamanninn Arnar Má Björgvinsson sem skorar með skoti á nærstöngina framhjá Einari Hjörleifssyni.

92.mín: MAAAARRRRKKKK!!! Þetta er með hreinum ólíkindum, Víkingur kemst í 3-2 og aftur skorar lánsmaður frá Stjörnunni. Tomasz Luba tæklar boltann á fjærstöngina þar sem Sindri Már Sigurþórsson skorar með skoti sem fer undir Bjarna Þórð í markinu. Sindri er í láni hjá Víkingi frá Stjörnunni og fagnaðarlæti hans eru lítil.

91.mín: Framlengingin er hafin!

90+3.mín: Búið er að flauta til loka venjulegs leiktíma og við förum í framlengingu! Þó að það sé langur vegur í að leikurinn fari í vítaspyrnukeppni þá má nefna að Einar Hjörleifsson markvörður Víkings er ótrúlegur vítabani. Hann varði meðal annars sex vítaspyrnur sumarið 2008.

90+1.mín: MAARRRKKK!!! Ellert Hreinsson jafnar fyrir Stjörnuna. Eftir aukaspyrnu frá miðlínu fer Einar Hjörleifsson út en missir af boltanum sem fer á Ellert sem skorar með skoti á nærstöngina framhjá varnarmönnum Víkings. Ellert lék áður með Víkingi Ólafsvík og hann er því að skora gegn sínum gömlu félögum. Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar og nú lítur allt út fyrir að leikurinn fari í framlengingu.

90.mín: Sindri Már Sigurþórsson kemur inn á fyrir Heiðar Atla Emilsson í liði Víkings. Báðir þessir leikmenn eru á láni hjá Víkingi frá Stjörnunni.

89.mín: MAAAARRRRRKKKK!!!Stjörnumenn eiga ennþá von. Bjarki Páll Eysteinsson leikur á Artjom Gonchar og skorar með skoti á nærstöngina.

86.mín: MAAAARRRRKKKK!!!! Víkingur Ólafsvík er líklega á leiðinni í undanúrslit VISA-bikarsins. Edin Beslija leikur á Baldvin Sturluson skrúfar boltann glæsilega framhjá Bjarna Þórði. 2-0 og einungis nokkrar mínútur eftir.

84.mín: Fannar Hilmarsson kemur inn á fyrir Helga Óttarr Hafsteinsson hjá Víkingi.

83.mín: Stjörnumenn vilja fá vítaspyrnu þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson fellur innan vítateigs. Þorvaldur Árnason sleppti því að dæma, réttilega því snertingin virtist lítil sem engin.

81.mín: Fyrsta skiptingin hjá heimamönnum. Aljaz Horvat leysir Dominik Bajda af hólmi.

79.mín: Þorsteinn Már kemst í fínt færi en Bjarni Þórður Halldórsson kemur út á móti og ver. Víkingar eru líklegri til að bæta við marki en Stjörnumenn að jafna.

78.mín: Síðasta skipting Stjörnunnar. Arnar Már Björgvinsson kemur inn á fyrir Björn Pálsson.

76.mín: Tomasz Luba fær dauðafæri til að koma Víkingum í 2-0 eftir aukaspyrnu frá Brynjar Kristmundssyni. Luba þurfti að teygja sig í boltann og Bjarni Þórður Halldórsson náði að verja skot hans af stuttu færi.

70.mín: Víkingur er ennþá yfir þegar tuttugu mínútur eru til leiksloka. 2.deildarliðið er að standa sig frábærlea gegn Stjörnunni sem gengur illa að skapa sér færi til að ná jöfnunarmarki.

66.mín: Bjarki Páll Eysteinsson kemur inn á fyrir Ólaf Karl Finsen hjá Stjörnunni.

60.mín: Þorsteinn fær að líta gula spjaldið fyrir brot á Steinþóri.

59.mín: Þorsteinn Már Ragnarsson fer framhjá Daníeli Laxdal af harðfylgi og skýtur rétt yfir úr þröngu færi. Þorsteinn er markahæstur í annarri deildinni með tíu mörk í jafmörgum leikjum.

55.mín: Eldar Masic fær að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Steinþóri Frey.

46.mín: Síðari hálfleikurinn er hafinn. Atli Jóhannsson kemur inn á fyrir Hilmar Þór Hilmarsson hjá Stjörnunni. Við það dettur Jóhann Laxdal í vinstri bakvörðinn þar sem hann tekur stöðu Hilmars.

45.mín: Búið er að flauta til leikhlés í Ólafsvík þar sem heimamenn leiða óvænt 1-0 í leikhléi. Heiðar Atli Emilsson skoraði eina markið gegn félögum sínum í Stjörnunni. Ná Ólafsvíkingar að halda forystunni og komast áfram í undanúrslitin? Við sjáum til í síðari hálfleiknum.

39.mín: Helgi Óttarr Hafsteinsson meiðist eftir tæklingu frá Halldóri Orra Björnssyni. Helgi fer af velli í smástund en kemur síðan aftur inn á.

33.mín: Stjörnumenn þjarma að marki Víkings! Einar Hjörleifsson kemur langt út í teiginn og ver frá Birni Pálssyni sem fékk boltann eftir undirbúning frá Halldóri Orra Björnssyni. Brynjar Kristmundsson hreinsaði síðan á línu í kjölfarið.

30.mín: Stjörnumenn fá annað gult spjald. Vinstri bakvörðurinn Hilmar Þór Hilmarsson fer í bókina fyrir að brjóta á Dominik Bajda.

23.mín: Steinþór Freyr Þorsteinsson fær að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Einari Hjörleifssyni markverði Ólafsvíkinga eftir að hann hafði gripið knöttinn.

16. mín: Þetta verður heldur betur athyglisverður leikur. „Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik," sagði Ejub Purisevic í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Nú er það staðreynd. Og stærsta fréttin í markinu er væntanleg sú að markaskorarinn er leikmaður Stjörnunnar á láni hjá Víkingum.

9. mín: MAAARRRRK! Ég skal segja ykkur það! 2. deildarlið Víkings Ólafsvíkur er komið yfir. Heiðar Atli Emilsson skoraði markið en hann er hjá Víkingum á lánssamningi frá Stjörnunni! Hann átti skot fyrir utan teig í bláhornið.

6. mín: Fyrsta gula spjaldið komið... og hver annar en Helgi Óttarr, miðjumaður Ólafsvíkinga, fékk það.

3. mín: Leikurinn er hafinn í Ólafsvík. Kemur ekki á óvart að fyrsta brot leiksins átti Helgi Óttarr Hafsteinsson, leikmaður Ólafsvíkinga.

19:54: Það eru nokkrir mjög athyglisverðir leikmenn í Ólafsvíkurliðinu sem vert er að gefa gaum. Fyrirliðinn Brynjar Gauti Guðjónsson er fæddur 1992 og þá er Þorsteinn Már Ragnarsson búinn að vera sjóðheitur upp við mark andstæðingana í sumar.

19:45: Dómari í kvöld er Þorvaldur Árnason. Þess má þó geta að það er ekki sami Þorvaldur Árnason og er á varamannabekknum hjá Stjörnunni.

Lið Víkings: Einar Hjörleifsson, Helgi Óttarr Hafsteinsson, Tomasz Luba, Brynjar Gauti Guðjónsson (F), Þorsteinn Már Ragnarsson, Edin Beslija, Heiðar Atli Emilsson, Artjom Gonchar, Eldar Masic, Brynjar Kristmundsson, Dominik Bajda.
Varamenn: Alfreð Már Hjaltalín, Sindri Hrafn Friðþjófsson, Sindri Már Sigurþórsson, Aljaz Horvat, Andri Freyr Hafsteinsson, Fannar Hilmarsson, Ingólfur Örn Kristjánsson (M) .

Lið Stjörnunnar: Bjarni Þórður Halldórsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Jóhann Laxdal, Björn Pálsson, Daníel Laxdal (F), Halldór Orri Björnsson, Hilmar Þór Hilmarsson, Ólafur Karl Finsen, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Baldvin Sturluson, Ellert Hreinsson.
Varamenn: Atli Jóhannsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Dennis Danry, Magnús Karl Pétursson (M), Birgir Hrafn Birgisson, Þorvaldur Árnason, Arnar Már Björgvinsson.

19:30: Eftir hálftíma hefst leikur Víkings frá Ólafsvík og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla og hér verður textalýsing frá leiknum.

Ólafsvíkingar komu skemtilega á óvart þegar þeir slógu Fjarðabyggð út í 16-liða úrslitum en með sigri í kvöld gæti liðið orðið fyrsta liðið úr 2.deild til að komast alla leið í undanúrslit í bikarnum.

Víkingur hefur ekki tapað í 22 leikjum í röð og með sigri í kvöld jafnar liðið félagsmetið sem er 23 leikir í röð án taps.

Ljóst er að Víkingur á erfiðan leik fyrir höndum enda er Stjarnan í Pepsi-deildinni þar sem liðið situr í sjöunda sæti.
banner
banner
banner