Afturelding úr Mosfellsbæ tillkynnti nú í kvöld að Izudin Daði Dervic sé hættur þjálfun liðsins og Þorsteinn Magnússon sem var þjálfari í yngri flokkum félagsins tekur við starfi hans.
Í yfirlýsingu félagsins segir að samið hafi verið við Dervic um starfslok hans hjá félaginu.
Dervic hafði tekið við liði Aftureldingar síðasta haust af Ólafi Ólafssyni sem hafði þá stýrt liðinu í nokkur ár en hætti eftir að liðið féll úr 1. deildinni í fyrra.
Afturelding er sem stendur í áttunda sæti 2. deildar með 14 stig nú þegar mótið er hálfnað, 11 leikjum er lokið. Liðið tapaði 0-2 fyrir Hamar á heimavelli í gærkvöld.
Þorstein Magnússon þekkja margir enda verið í boltanum í mörg herrans ár. Hann hefur þjálfað markmenn ýmissa liða og yngri landsliða Íslands.
Þrátt fyrir að vera 50 ára gamall lék hann á síðasta ári einn leik í markinu með hinu liði Aftureldingar, Hvíta Riddaranum í þriðju deildiinni.
Yfirlýsingin
Knattspyrnudeild Aftureldingar og Izudin Daði Dervic hafa samið um starfslok Izudin Daða Dervic hjá meistaraflokki karla.
Þorsteinn Magnússon þjálfari yngri flokka hjá félaginu tekur við þjálfun meistaraflokks.
Knattspyrnudeild óskar Izudin Daða velfarnaðar í framtíðinni
Knattspyrnudeild Aftureldingar og Izudin Daði Dervic hafa samið um starfslok Izudin Daða Dervic hjá meistaraflokki karla.
Þorsteinn Magnússon þjálfari yngri flokka hjá félaginu tekur við þjálfun meistaraflokks.
Knattspyrnudeild óskar Izudin Daða velfarnaðar í framtíðinni