Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 22. júlí 2010 08:02
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjánsson: Lykillinn er að þeir skori ekki mark
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Breiðablik mætir skoska liðinu Motherwell á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld í síðari leik liðanna í Evrópudeildinni. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Motherwell til að komast áfram.

,,Það er hálfleikur og Skotarnir eru yfir. Ef við náum að halda þeim frá því að skora þá þurfum við eitt mark til að jafna leikinn. Lykillinn er að þeir skori ekki mark því að þá þurfum við strax að gera þrjú og þá er þetta þrautin þyngri," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika við Fótbolta.net í gær.

,,Það er fínt "run" á liðinu. Þó að leikurinn úti hafi tapast þá er engin ástæða til þess að sjálfstraustið fari að minnka. Við nýtum okkur þann meðbyr sem við höfum í augnablikinu til að fá allt það besta út úr þessum leik."

Breiðablik er á toppnum í Pepsi-deildinni en þrátt fyrir þétt leikjaprógram eru engin meiðsli í hópnum.

,,Það eru allir klárir, það er það besta við þetta. Þrátt fyrir mikið leikjaálag þá eru menn frískir og kvarta ekkert," sagði Ólafur sem vonast eftir góðum stuðningi í kvöld.

,,Stúkan hérna í Kópavogi er þekkt fyrir að vera hávaðasöm og með mikinn stuðning. Ég á ekki von á öðru en að það verði á morgun (í dag) líka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner
banner