Breiðablik mætir skoska liðinu Motherwell á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld í síðari leik liðanna í Evrópudeildinni. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Motherwell til að komast áfram.
,,Það verður eflaust skemmtileg að spila hérna á morgun (Í dag), við spiluðum úti fyrir 6 þúsund manns og spilum vonandi fyrir 1500 hérna á Kópavogsvellinum. Við þurfum að ná í góð úrslit og munum reyna að gera allt sem við getum til að gera það," sagði Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net.
,,Ég tel okkur eiga ágætis möguleika, 1-0 úti þannig að við þurfum að skora. Það þíðir samt ekkert að fara all-inn til að skora og fá á sig mark í grímuna, þá þurfum við að setja þrjú. Við þurfum að vera agaðir, skipulagðir og þolinmóðir þótt það verði eitthvað að liði komið á leikinn."
,,Það er alveg hrikalega mikilvægt að fá ekki á sig mark, ef það gerist þýðir samt ekkert að leggja árar í bát. Þá er bara að skora þrjú, það er samt útgangspunkturinn að fá ekki á sig mark og það þarf engan kjarneðlisfræðing til að sjá það:"
Nánar er rætt við Kára í sjónvarpinu hér að ofan.