,,Við hefðum vissulgea viljað fara til Noregs í næstu viku en við nýttum ekki þau færi eða tækifæri sem við fengum til að gera það," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net eftir 0-2 tap samanlagt gegn Motherwell í kvöld.
Þetta var í fyrsta sinn sem Breiðablik spilaði í Evrópukeppni og tapaði báðum leikjum með einu marki gegn eingu.
,,Í heildina er ég sáttur með spilamennskuna en ekki sáttur við úrslitin."
Ólafur var ósáttur með stuðningsmenn Breiðabliks og talaði við þá í miðjum leik.
,,Það er bara þannig að ég er að stjórna liðinu í leik og sé að menn eru að leggja sig 100 prósent fram og gera sitt besta. Lið sem í sumar þegar hingað er komið efst í deildinni og spila vel. Þá fannst mér alltof margir snillingar og alltof mikið neikvæðis tuð koma úr stúkunni."
Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.