Ingvar Kale markvörður Breiðabliks var vitanlega svekktur eftir 0-1 tap og 0-2 samanlegt tap gegn Motherwell í Evrópudeildinni.
,,Þetta er svolítið súrt sérstaklega þvi við vorum miklu betri í leinum. Vorum að yfirspila þá í fyrri hálfleik og lungan úr seinni hálfleik líka," sagði Ingvar Kale í samtali við Fótbolta.net.
,,Markið kemur eins og blaut vatnsgusa framan í okkur og það var erfitt að snúa sér við og skora þrjú."
,,Það var gott að fá tvo Evrópuleiki, það hafði enginn nema Gummi P og Jökull spilað og það verður líklega rassskelling inni í klefa á eftir:"
Nánar er rætt við Ingvar í sjónvarpinu hér að ofan.