Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 23. júlí 2010 07:23
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða ÍA 
ÍA fær framherja frá Middlesbrough (Staðfest)
Úr síðasta leik ÍA.
Úr síðasta leik ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Enski framherjinn Gary Martin skrifaði í gærkvöldi undir samning við ÍA út þetta tímabil. Martin, sem er tvítugur, kemur til Skagamanna frá Middlesbrough á Englandi.

Hann hefur leikið 26 leiki með varaliði Middlesbrough og skorað 17 mörk. Þá lék hann 39 leiki með unglingaliði félagsins og skoraði 19 mörk.

Á síðasta keppnistímabili var hann lánaður um tíma til ungverska liðsins Ujpest FC og skoraði þar tvö mörk í fjórum leikjum.

Möguleiki er á að Martin leiki sinn fyrsta leik með ÍA þegar liðið tekur á móti Fjarðabyggð í fyrstu deildinni í kvöld.

Annar leikmaður sem gæti leikið með ÍA í kvöld er varnarjaxlinn Lárus Orri Sigurðsson en hann æfði með Skagamönnum í gær og verður í leikmannahópnum gegn Fjarðabyggð.
banner
banner