Það sást langar leiðir að Willum Þór Þórsson var allt annað en sáttur með niðurstöðuna úr leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld en liðin skyldu jöfn 1-1.
Keflvíkingar fengu færin til að komast yfir og bæta við en þau færri nýttu þeir ekki og jafntefli því staðreynd.
,,Það mun taka mig tíma að ná mér niður, það er sárt og svekkjandi að klára ekki svona leik," sagði Willum við Fótbolta.net eftir leik.
,,Við spiluðum frábæran leik, það er það sem er sárt og svekkjandi að spila frábæran leik og að eiga miklu fleiri færi og miklu fleiri dauðafæri og klára þau ekki."
,,Það er erfitt fyrir strákana eftir leik, að hafa spilað vel, barist vel, unnið vel og við héldum boltanum vel á löngum köflum og færðum hann vel á milli miðsvæðisins, út á bakverðina og fyrirgafir hægri vinstri og að við skulum ekki klára færin og vinna þennan leik, er sárt og svekkjandi," sagði Willum en Keflvíkingar eru áfram í 5.sæti deildarinnar með 20 stig.
Nánar er rætt við Willum Þór í sjónvarpinu hér að ofan.