Sigursteinn Gíslason ætlar að halda áfram sem þjálfari Leiknis R. á næsta ári.
Leiknir rétt missti af sæti í Pepsi-deildinni en liðið tapaði gegn Fjölni í lokaumferðinni um helgina.
Leiknir rétt missti af sæti í Pepsi-deildinni en liðið tapaði gegn Fjölni í lokaumferðinni um helgina.
Árangur liðsins var hins vegar fyrir ofan væntingar en liðinu var spáð sjöunda sæti fyrir sumarið.
Sigursteinn var í dag valinn þjálfari ársins í fyrstu deildinni og hann ætlar að vera áfram í Breiðholtinu.
,,Ég er búinn að ákveða það og það er búið að negla það niður, það er allt klárt," sagði Sigursteinn við Fótbolta.net í dag.