Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 03. nóvember 2010 10:59
Magnús Már Einarsson
Alfreð Finnbogason til Lokeren
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíska úrvalsdeildarfélagið Lokeren hefur komist að samkomulagi við Íslandsmeistara Breiðabliks um kaup á Alfreði Finnbogasyni.

Alfreð mun núna sjálfur fara í samningaviðræður og læknisskoðun hjá Lokeren og ef ekkert óvænt kemur upp mun hann ganga til liðs við belgíska félagið í janúar.

Margir íslenskir leikmenn hafa leikið með Lokeren í gegnum tíðina og þar má meðal annars nefna Arnór Guðjohnsen, Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson.

Alfreð, sem er 21 árs, var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar en hann varð næstmarkahstur í deildinni með fjórtán mörk.

Þá er Alfreð í U21 árs landsliði Íslendinga sem vann sér á dögunum þáttökurétt á EM á næsta ár.

Í sumar skoðuðu mörg erlend félög Alfreð en nú er útlit fyrir að hann sé á leið í belgíska boltann.
banner
banner