Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 04. nóvember 2010 13:24
Magnús Már Einarsson
Heimild: Fréttablaðið 
Guðlaugur Victor til Dagenham & Redbridge á láni (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Liverpool
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, er farinn til Dagenham & Redbridge á láni fram að áramótum en þetta kom fram í Fréttablaðinu í morgun.

Guðlaugur Victor, sem er í U21 árs, landsliði Íslands gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2009.

Í fyrrakvöld skoraði Guðlaugur Victor í 2-0 sigri varaliðs Liverpool gegn Sunderland og í kjölfarið óskaði Dagenham & Redbridge eftir að fá hann á láni.

,,Allir hér í klúbbnum hafa sagt mér að þetta verði góð reynsla fyrir mig. Ég hef líka spurt menn eins og [Steven] Gerrard og [Daniel] Agger ráða og þeir hafa sagt mér að grípa tækifærið ef tilboð um lánssamning kemur frá liði í neðri deildunum," sagði Guðlaugur við Fréttablaðið.

Dagenham & Redbridge leikur í þriðju efstu deild á Engandi en liðið er í næstneðsta sæti sem stendur.
banner
banner
banner
banner