Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
FH
2
0
ÍA
Heiða Dröfn Antonsdóttir '43 1-0
Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir '90 2-0
20.05.2014  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
1. Guðrún Anna Atladóttir (m)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
2. Hugrún Elvarsdóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('46)
6. Heiða Dröfn Antonsdóttir ('90)
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir
13. Ana Victoria Cate
16. Ásgerður Arna Pálsdóttir
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir ('65)

Varamenn:
17. Alda Ólafsdóttir
24. Hildur Egilsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Halla Marinósdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@anita_lisa Aníta Lísa Svansdóttir
FH á toppinn eftir sigur á ÍA
FH tók á móti ÍA í annarri umferð Pepsideildar kvenna í Kaplakrika í kvöld. Það var ágætis veður og slatti af fólki sem ákvað að kíkja á völlinn.

FH var með 3 stig eftir að hafa sigrað Aftureldingu 3-1 í fyrsta leik en ÍA var með 0 stig eftir 1-0 tap á móti Fylki.

Skagastelpur byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að þær ætluðu sér að ná í sín fyrstu stig í pepsideildinni í kvöld.
Þær settu mikla pressu á FH og strax á 4.mínútu var Guðrún Karítas Sigurðardóttir nálægt því að skora fyrir ÍA.

FH bætti þó í þegar leið á fyrri hálfleik og voru nálægt því að skora. Bæði lið spiluðu af mikilli hörku og það var nóg að gera hjá dómara leiksins.

Á 38.mínútu var ÍA nálægt því að komast yfir eftir mikið klafs í teignum en inn vildi boltinn ekki. Strax mínútu seinna komst Guðrún Karítas ein inn fyrir vörn FH en Guðrún Anna Atladóttir gerði vel í marki FH og bjargaði þeim alveg.

Skaginn hélt áfram að sækja og voru óheppnar þegar Maren Leósdóttir skaut langt yfir markið eftir annars mjög góða sókn.

Á 43.mínútu kom loksins mark í leikinn en þá voru það FH stúlkur að verki. Heiða Dröfn Antonsdóttir átti misheppnaða fyrirgjöf sem endaði á markinu og markmaður ÍA misreiknar eitthvað boltann og inn fer hann. Mjög klaufalegt og svekkjandi fyrir Skagastúlkur.

Staðan því 1-0 fyrir FH í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað og skiptust liðin á að sækja.

Guðrún Karítas stóð sig vel í Skagaliðinu og á 64.mínútu átti hún frábæran sprett upp völlinn og fíflaði varnarmenn FH. Þegar hún var komin inn í teig sendir hún boltann á Eyrúnu Eiðsdóttur sem skýtur boltanum hátt yfir úr dauðafæri.

Eftir það áttu bæði lið góð færi til að skora en inn vildi boltinn ekki frekar en fyrr í leiknum. Á 90 mínútu gerði FH þó út um leikinn þegar Halla Marinósdóttir átti frábæra fyrirgjöf sem Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir skallaði í netið.

Lokatölur því 2-0 fyrir FH sem eru á toppnum með 6 stig eftir tvær umferðir. ÍA stúlkur voru hinsvegar mjög óheppnar og hefðu vel getað krækt sér í stig í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
Eyrún Eiðsdóttir
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir ('67)
6. Ingunn Dögg Eiríksdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir
9. Maren Leósdóttir
10. Áslaug Ragna Ákadóttir ('46)
13. Birta Stefánsdóttir
13. Valdís Marselía Þórðardóttir
15. Laken Duchar Clark
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Varamenn:
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
7. Elínborg Llorens Þórðardóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('67)
16. Veronica Líf Þórðardóttir
17. Unnur Ýr Haraldsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Steindóra Sigríður Steinsdóttir
Aldís Ylfa Heimisdóttir

Gul spjöld:
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir ('55)

Rauð spjöld: