Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
HK
1
2
Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson '65
Hörður Magnússon '74 1-1
1-2 Jordan Leonard Halsman '80
26.05.2014  -  19:15
Kórinn
Borgunarbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('72)
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Viktor Örn Margeirsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason ('86)
20. Hörður Magnússon
20. Árni Arnarson
21. Andri Geir Alexandersson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Axel Lárusson ('86)
3. Ólafur Valdimar Júlíusson
5. Alexander Lúðvíksson
6. Birgir Magnússon ('72)
16. Steindór Snær Ólason
23. Elmar Bragi Einarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Davíð Magnússon ('89)
Andri Geir Alexandersson ('66)
Beitir Ólafsson ('52)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Loks gat Breiðablik fagnað sigri
Breiðablik er fyrsta liðið til að tryggja sér í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 2-1 sigur á grönnum sínum í HK.

Leikurinn í kvöld var opinn, fjörugur og skemmtilegur og fengu bæði lið nóg af færum. Markalaust var í hálfleik en það var nú einungis spurning hvenær heldur hvort, mörkin kæmu í leikinn.

Heimamenn í HK hafa byrjað tímabilið vel í 1.deildinni og eru þar taplausir, á meðan Blikar hafa ekki enn náð sigri í Pepsi-deildinni. Það mátti því búast við hörkuleik í kvöld og það var svo sannarlega raunin.

HK-ingar eru greinilega með mikið sjálfstraust og spiluðu flottan fótbolta á köflum, léku boltanum sín á milli með fáum snertingum og bættu hröðum skyndisóknum þegar þeir fengu tækifæri til. Breiðablik spiluðu einnig flotta knattspyrnu, með fáum snertingum og hægri bakvörðurinn, Höskuldur Gunnlaugsson var með áætlunarferðir upp hægri vænginn í fyrri hálfleik sem enduðu í flestum tilvikum með flottum fyrigjöfum fyrir markið.

Breiðablik sóttu á mörgum mönnum og því buðu þeir oft hættunni heim, ef þeir misstu boltann til HK-inga. Það kom þó ekki að sök.

Eftir jafnan fyrri hálfleik komu Breiðablik grimmir til leiks í seinni hálfleik og tóku öll völd á vellinum. Það var nánast tímaspursmál hvenær Breiðablik kæmust yfir í leiknum og svar við þeirri spurningu kom á 65.mínútu þegar Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik yfir.

HK-ingar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og jöfnuðu níu mínútum síðar, með marki frá Herði Magnússyni sem var í stóru hlutverki í sóknarleik HK ásamt Guðmundi Atla og Viktori Unnari. Það ætlaði allt um koll að keyra í Kórnum þegar Hörður kom boltanum yfir marklínuna og jafnaði þar með metin.

Adam var því miður ekki lengi í paradís fyrir 1.deildarliðið, því Breiðablik sýndi mátt sinn og megin og komust yfir stuttu síðar með marki frá Jordan Halsman. Skömmu áður fengu HK-ingar fín tækifæri til að bæta við marki og tækifærin urðu fleiri eftir að HK-ingar hefðu lent undir í annað sinn.

Gunnleifur Gunnleifsson fyrrum HK-ingur og markvörður Breiðabliks var þó ekki á þeim buxunum að hleypa boltanum framhjá sér aftur og varði í tvígang afspyrnuvel frá sóknarmönnum HK-inga sem fóru illa með góð marktækifæri.

Í uppbótartíma var varnarmaðurinn, Andri Geir Alexandersson síðan hárspreidd frá því að jafna, en varnarmaður Blika bjargaði á línu og þar við sat. Breiðablik verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit en HK-ingar sitja eftir heima með sárt ennið en geta þó borið höfuðið hátt eftir leikinn í kvöld.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Olgeir Sigurgeirsson
4. Damir Muminovic ('42)
5. Elfar Freyr Helgason
6. Jordan Leonard Halsman
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('83)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson ('87)
18. Finnur Orri Margeirsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
27. Tómas Óli Garðarsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('83)
7. Stefán Gíslason ('42)
17. Elvar Páll Sigurðsson
21. Guðmundur Friðriksson ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jordan Leonard Halsman ('82)

Rauð spjöld: