Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍA
0
3
Valur
0-1 Katrín Gylfadóttir '2
0-2 Elín Metta Jensen '26
0-3 Elín Metta Jensen '57
27.05.2014  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Andri Vigfússon
Byrjunarlið:
12. Caitlin Updyke (m)
Eyrún Eiðsdóttir
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir
6. Ingunn Dögg Eiríksdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir
9. Maren Leósdóttir
13. Birta Stefánsdóttir
13. Valdís Marselía Þórðardóttir
20. Madison Gregory
21. Margaret Neiswanger
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Varamenn:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Alexandra Björk Guðmundsdóttir
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir
10. Áslaug Ragna Ákadóttir
15. Laken Duchar Clark
17. Unnur Ýr Haraldsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Guðrún Valdís Jónsdóttir
Öruggur sigur Valsstúlkna á Akranesi.
ÍA og Valur áttust við á Norðurálsvellinum á Akranesi fyrr í kvöld í Pepsi-deild kvenna.
Aðstæður til fótboltaiðkunar voru mjög góðar, skýjað og nánast logn, svona eins og yfirleitt á Akranesi. Norðurálsvöllurinn var gullfallegur að vanda og áhorfendur voru um 210.

Valsstelpur byrjuðu leikinn vel og skoruðu fyrsta markið strax á 2. mínútu. Þar var á ferðinni Katrín Gylfadóttir, sem skoraði eftir aukaspyrnu sem kom utan af hægri kanti eftir klafs í teignum. Aukaspyrnan var laus, en skoppaði í gegnum pakkann í vörninni og endaði hjá Katrínu, sem setti hann í vinstra hornið.
Valur hafði undirtökin meira og minna allan leikinn og bættu við sínu öðru marki á 26. mínútu. Þá komst Elín Metta ein inn fyrir vörn Skagamanna eftir stungusendingu. Smá klaufagangur í vörn Skagamanna, en Elín Metta kláraði vel og lagði boltann í hægra hornið. 2-0.
Síðasta mark Vals kom á 57. mínútu eftir góða sókn. Dóra María kom upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir í annarri tilraun. Elín Metta kom á ferðinni, ein inni í teig og setti boltann í netið og fullkomnaði 3-0 sigur Vals.

Öruggur 3-0 sigur Vals staðreynd. Þær náðu oft á tíðum mjög góðu spili og góðum sóknum. Þær áttu hættulegri færi í dag og nýttu þau vel. Skagastelpur náðu þó góðu spili á köflum og náðu að stríða sterku liði Vals, þó þær voru meira í hálffærum í leiknum.
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Pála Marie Einarsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Hildur Antonsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
14. Rebekka Sverrisdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
26. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
30. Katrín Gylfadóttir

Varamenn:
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
20. Gígja Valgerður Harðardóttir
22. Svana Rún Hermannsdóttir
24. Agnes Þóra Árnadóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('81)

Rauð spjöld: