Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur R.
1
0
Fjölnir
Igor Taskovic '89 1-0
21.07.2014  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson ('33)
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason
20. Pape Mamadou Faye
21. Aron Elís Þrándarson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('86)
22. Alan Lowing

Varamenn:
19. Stefán Bjarni Hjaltested
26. Ásgeir Frank Ásgeirsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('33)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pape Mamadou Faye ('87)
Darri Steinn Konráðsson ('61)
Dofri Snorrason ('33)

Rauð spjöld:
@danielfj91 Daníel Freyr Jónsson
Víkingar náðu sigurmarkinum í steindauðum leik
Gæðin í sóknarleik Víkinga og Fjölnis voru í engu samræmi við þá veðurblíðu sem boðið var upp á í leik liðana á Víkingsvelli í kvöld.

Færin í leiknum mátti telja á fingrum annarrar handa og spiluðu bæði lið agaðann varnarleik og léku af varfærni. Vörn Fjölnismanna, sem hafði fengið á sig 20 mörk í 11 leikjum fyrir leikinn í dag, náði að halda aftur af Aroni Elís Þrándarssyni, heitasta manni Pepsi-deildarinnar um þessar mundir og náði hann sér ekki á strik í kvöld.

Víkingar voru mun meira með boltann þegar líða tók á leikinn en eitthvað vantaði í sóknarleikinn og færin létu á sér standa. Heimamenn gripu hinsvegar gæsina þegar hún gafst og var það við hæfi að besti maður þeirra í kvöld, Igor Taskovic, hafi þrumað knettinum í netið á 89. mínútu eftir að boltinn barst til hans í teignum.

Stuðningsmenn Víkings á leiknum í dag höfðu það á orði að frammistaða liðsins í sumar hefði komið jafnvel þeim á óvart, en þetta var sjöundi sigur liðsins í sumar og fimmti sigurinn í síðustu sex umferðum. Liðið hefur 22 stig í 4. sæti deildarinnar. Fjölnismenn hafa á sama tíma 11 stig og eru án sigurs síðan 8. maí.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
10. Aron Sigurðarson ('81)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
9. Þórir Guðjónsson ('81)
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson ('63)

Liðsstjórn:
Guðmundur Þór Júlíusson

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('87)
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('55)
Gunnar Valur Gunnarsson ('52)

Rauð spjöld: