Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Í BEINNI
Lengjudeild kvenna
HK
0' 0
0
Grótta
ÍBV
0
3
Selfoss
0-1 Celeste Boureille '52
0-2 Erna Guðjónsdóttir '55
0-3 Erna Guðjónsdóttir '71
Erna Guðjónsdóttir '90
21.07.2014  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Aðstæður: Mikil þoka, ásamt roki og kulda.
Dómari: Snorri Páll Einarsson
Maður leiksins: Dagný Brynjarsdóttir
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
Sabrína Lind Adolfsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Ariana Calderon
6. Sara Rós Einarsdóttir ('63)
7. Vesna Elísa Smiljkovic
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('76)
10. Nadia Patricia Lawrence
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
23. Shaneka Jodian Gordon ('76)
24. Saga Huld Helgadóttir

Varamenn:
4. Ármey Valdimarsdóttir
14. Svava Tara Ólafsdóttir
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir ('76)
19. Þórhildur Ólafsdóttir
20. Natasha Anasi ('63)
29. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Bjartey Helgadóttir

Gul spjöld:
Sigríður Lára Garðarsdóttir ('77)
Ariana Calderon ('75)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Gabríel Sighvatsson
Verðskuldaður Selfosssigur
Seinni umferð Pepsi-deildar kvenna hófst þessa viku en ÍBV tók þá á móti Selfoss í síðasta leik Eyjakvenna fyrir Þjóðhátíð.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og hvorugt liðið skapaði sér mörg færi.

Besta færi fyrri hálfleiks kom á 28. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir fíflaði vörn ÍBV með frábærri hælspyrnu og var Celeste Boureille ein í teignum þegar hún tók skotið en á einhvern ótrúlegan hátt náði Bryndís Lára að blaka boltanum yfir markið.

Seinni hálfleikur innhélt hinsvegar þrjú mörk og byrjaði þetta á 52. mínútu þegar Celeste Boureille kom Selfoss yfir með góðu skallamarki.

Erna Guðjónsdóttir skoraði síðan tvö mörk, annað beint úr aukaspyrnu af um 40 metrum þegar enginn gerði atlögu til boltans sem ruglaði Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur í marki ÍBV, Í ríminu og inn fór boltinn.

Erna skoraði síðan beint úr hornspyrnu en vindurinn kom miklum snúningi á boltann og feykti honum nánast inn í markið.

Erna kom mikið við sögu í leiknum en hún endaði á því að láta reka sig af velli í uppbótartíma með tvö gul spjöld, það seinna fyrir að hoppa fyrir þegar ÍBV var að taka innkast. Algjörlega glórulaus ákvörðun hjá Ernu sem verður í banni í næsta leik Selfoss sem er gegn Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Þetta var virkilega dapur leikur í alla staði hjá ÍBV og mætti halda að leikmennirnir væru þegar mættir í Herjólfsdal.
Byrjunarlið:
24. Alexa Gaul (m)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir ('78)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
16. Arna Ómarsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('68)
21. Celeste Boureille ('81)
30. Blake Ashley Stockton

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
18. Andrea Ýr Gústavsdóttir ('81)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('78)
29. Katrín Rúnarsdóttir

Liðsstjórn:
Anna María Friðgeirsdóttir

Gul spjöld:
Celeste Boureille ('53)

Rauð spjöld:
Erna Guðjónsdóttir ('90)