Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Stjarnan
1
0
Breiðablik
Harpa Þorsteinsdóttir '42 , víti 1-0
22.07.2014  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('74)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('74)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Marta Carissimi ('85)

Varamenn:
Theodóra Dís Agnarsdóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('74)
11. Elva Friðjónsdóttir ('74)
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('85)
27. Danka Podovac

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristrún Kristjánsdóttir ('78)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('55)
Lára Kristín Pedersen ('15)

Rauð spjöld:
@ Karitas Þórarinsdóttir
Stjarnan að stinga af eftir nauman sigur á Breiðabliki
Einn mikilvægasti leikurinn um Íslandsmeistartitilinn fór fram á Samsungvellinum í Garðbænum í kvöld þegar Stjarnan tók enn og aftur á móti Blikunum.

Leikurinn byrjaði rólega þar sem liðin voru að testa og meta aðstæður á mótherjum sínum.

Þetta var barátta fram og til baka. Harðar tæklingar, mikið um nágvígi og varnarvinnan mjög fín hjá báðum liðum. Sóknarleikurinn var heldur fátæklegur, liðin voru ekki að opna sig mikið og því lítið um alvöru færi eða dauðafæri.

En rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var Harpa tækluð inn í vítateig Blikanna. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði örugglega og stuttu síðar var flautað til hálfleiks.

Breiðablik sótti meira fyrstu 10 mínúturnar í seinni hálfleik en aftur á móti átti Stjarnan tvo mjög hættulega skalla eftir fínar skyndisóknir á þessum 10 mínútum.

Liðin héldu áfram að berjast þótt að leikurinn hafi dottið mikið niður og gæðin í spilinu ekki upp á marga fiska. Breiðablik sótti meira en alltaf vantaði loka hnykkinn í sóknirnar þeirra.

Varamaðurinn Andrea Rán átti hættulegasta færi seinni hálfleiksins en hún var nýkomin inn á þegar hún átti frábært skot sem endaði slánni.

Niðurstaðan því sigur Stjörnunnar og þær eru komnar með 7 stiga forystu á Fylki í 2. sætinu.

Næsti leikur þessara liða verður á föstudaginn í 4.-liða úrslitum Borgunarbikarsins á heimavelli Breiðabliks.

Byrjunarlið:
Fjolla Shala ('82)
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
3. Hlín Gunnlaugsdóttir
4. María Rós Arngrímsdóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('63)
7. Hildur Sif Hauksdóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('70)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('70)
30. Petrea Björt Sævarsdóttir

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Gul spjöld:
Fanndís Friðriksdóttir ('20)

Rauð spjöld: