Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
FH
0
1
Afturelding
0-1 Stefanía Valdimarsdóttir '61
22.07.2014  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Ingi Björn Ágústsson
Byrjunarlið:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Maria Selma Haseta
2. Hugrún Elvarsdóttir
3. Lilja Gunnarsdóttir ('53)
6. Heiða Dröfn Antonsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Sandra Sif Magnúsdóttir
13. Ana Victoria Cate
16. Ásgerður Arna Pálsdóttir
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir
24. Hildur Egilsdóttir ('62)

Varamenn:
4. Guðrún Höskuldsdóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
14. Margrét Sveinsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir

Gul spjöld:
Maria Selma Haseta ('47)
Hildur Egilsdóttir ('37)

Rauð spjöld:
@anita_lisa Aníta Lísa Svansdóttir
Afturelding sigraði botnslaginn
FH fékk Aftureldingu í heimsókn í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var í annað sinn sem þessi lið mætast í sumar en FH vann Aftureldingu 3-1 í 1.umferð Pepsi-deildar.

Fyrir þennan leik var Afturelding í fallsæti og aðeins með 3 stig, FH var hins vegar einu sæti ofar með 8 stig. Því var nauðsynlegt fyrir Aftureldingu að fá 3 stig úr þessum leik til að halda sér nær baráttunni um sæti í deildinni.

Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið áttu ágætis sóknir en þó engar hættulegar. Boltinn var mikið á miðsvæðinu og mikil barátta var í báðum liðum frá fyrstu mínútu.

Þegar líða fór á fyrri hálfleik sóttu leikmenn Aftureldingar í sig veðrið og byrjuðu að sækja af miklum krafti. Þær áttu 3-4 skot í slánna og nokkur hættuleg færi en inn vildi boltinn ekki og staðan því 0-0 í hálfleik.

Á 61.mínútu náði Afturelding loksins að skora og þar var að verki Stefanía Valdimarsdóttir eftir góða sendingu frá Courtney Conrad.

Eftir markið róaðist leikurinn aðeins en FH reyndi þó hvað þær gátu að jafna leikinn. Afturelding varðist vel og sóknarleikur FH-inga svo sem ekki upp á marga fiska. Það voru meiri líkur á að gestirnir myndu bæta við frekar en að FH myndi skora.

Verðskuldaður sigur Aftureldingar því staðreynd og þær komnar með 6 stig á meðan FH er ennþá með 8 stig.

Aftureldings stúlkur fögnuðu vel að leikslokum enda gefur þessi sigur þeim meiri von um að halda sæti sínu í deildinni.
Byrjunarlið:
1. Mist Elíasdóttir (m)
5. Amy Michelle Marron
8. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
10. Sigríður Þóra Birgisdóttir
15. Lilja Dögg Valþórsdóttir
16. Steinunn Sigurjónsdóttir
17. Edda María Birgisdóttir ('74)
18. Stefanía Valdimarsdóttir ('85)
20. Heiðrún Sunna Sigurðardóttir
21. Courtney Conrad
25. Inga Dís Júlíusdóttir

Varamenn:
4. Kristrún Halla Gylfadóttir ('74)
6. Valdís Björg Friðriksdóttir ('85)
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
11. Dagrún Björk Sigurðardóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
22. Sandra Dögg Björgvinsdóttir
26. Eva Rún Þorsteinsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mist Elíasdóttir ('90)
Courtney Conrad ('26)

Rauð spjöld: