Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Stjarnan
3
2
Motherwell
0-1 Steven Hammell '11
Ólafur Karl Finsen '37 , víti 1-1
1-2 Lionel Ainsworth '66
Rolf Toft '85 2-2
Atli Jóhannsson '113 3-2
24.07.2014  -  19:15
Samsung-völlurinn
Evrópudeild UEFA (fyrri leikur fór 2-2)
Aðstæður: Grátt og blæs í átt að Ásgarði
Dómari: Athanasios Giachos (Grikkland)
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson ('25)
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('105)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('107)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
6. Þorri Geir Rúnarsson
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson ('105)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rolf Toft ('70)

Rauð spjöld:
@jedissson Jóhann Óli Eiðsson
Stjarnan tók Stálmennina á teppið
Það var ljóst að það var mikið í húfi um leið og leikur Stjörnunnar og Motherwell var flautaður á. Leikurinn var seinni leikur liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar en þeim fyrri hafði lokið með 2-2 jafntefli þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnunnar úr vítaspyrnum og jafnaði þar með leikinn.

Leikurinn byrjaði af krafti og hraða og það fór ekki á milli mála að hvorugt liðið ætlaði að lúta í gras. Gestirnir byrjuðu þó sýnu betur og fengu urmul hornspyrna. Eftir eina slíka var Steven Hammell einn á auðum sjó og skoraði stórglæsilegt skallamark eftir skelfilega dekkningu heimamanna.

Eftir markið spilaðist leikurinn svipað áfram. Gestirnir reyndu að sækja upp vængina en Garðbæingar náðu iðulega að koma boltanum aftur fyrir í horn. Þau sköpuðu sum hver hættu en í kjölfar annara gafst færi á að sækja hratt og Stjarnan fékk sín færi.

Eftir eina af hröðu sóknum þeirra var Atli Jóhannsson klipptur niður innan teigs og í þriðja sinn í þessari rimmu fann Ólafur Karl Finsen sig á vítapunktinum. Líkt og í hin tvö skiptin tókst honum að koma boltanum í netið og staðan því jöfn á nýjan leik.

Síðari hálfleikur tók upp þráðinn þar sem sem þeim fyrri sleppti. Bæði lið sóttu og fengu færi. Daníel Laxdal átti hreinsun í stöng og skömmu síðar fengu bæði Ólafur Karl Finsen og Arnar Már Björgvinsson fín færi til að skora.

Það var því nokkuð sárt þegar vörnin brást og Motherwell náði sínu spili upp kantinn. Það endaði með fyrirgjöf sem Lionel Answorth var mættur til að taka á móti og klíndi boltanum í þaknetið.

Skotarnir héldu áfram að reyna að sækja upp vængina og uppskera hornspyrnur og Stjarnan hélt áfram að reyna að spila sig í gegn. Sá barningur skilaði sér þegar fimm mínútur rúmar lifðu leiks er Rolf Toft fékk flotta sendingu inn fyrir og kláraði einkar vel í markið. Því var ljóst að framlengja þurfti leikinn.

Í framlengingunni var ljóst að aðeins annað liðið var að fara að skora og að það lið var Stjarnan. Garðbæingar virtust bæði hafa meira á tanknum auk þess sem stúkan hvatti liðið dyggilega áfram.

Það bjóst samt enginn við viðlíka marki og Atli Jóhannsson skoraði. Ólafur Karl Finsen tók innkast á Atla sem lét vaða. Í 99 af hverjum hundrað skiptum hefði þessi bolti farið út í veður og vind en ekki núna. Hann söng í slánni og þaðan fór hann í netið og heimamenn ærðust. Sigurinn var þeirra.

Það var sterk liðsheild og mikill karakter Stjörnunnar sem skóp þennan sigur. Ef taka á einhverja leikmenn út fyrir sviga þá er helst að benda á frammistöðu Rolf Toft, Atla Jóhannssonar, Michael Præst og Ólafs Karls Finsen.

Ólafur Karl er allt annar leikmaður en hann var fyrir ári síðan til að mynda. Hann elti hvern einasta bolta líkt og róni tóma bjórdós og gafst aldrei upp. Sömu sögu er hægt að segja um Rolf Toft sem hljóp úr sér garnirnar, nánast í bókstaflegri merkingu.

Atli og Præst lokuðu síðan miðjunni. Ekki ein einasta sókn Motherwell fór í gegnum hana og að auki var Atli ógnandi fram á við. Præst var hættulega nálægt því að vinna sér inn þrjú Morgunblaðs M með sinni frammistöðu en hann var úti um allan völl, var réttur maður á réttum stað og fór fyrir sínu liði líkt og sannur fyrirliði.

Stjarnan heldur þátttöku áfram í keppninni en næsti mótherji liðsins er Lech Poznan frá Póllandi. Verður ljóst að þar verður á brattann að sækja en ef liðið heldur áfram að gefa allt í þetta þá er aldrei að vita hvað skeður.
Byrjunarlið:
12. Dan Twardzik (m)
2. Craig Reid
3. Steven Hammell
4. Stuart Carswell ('95)
5. Simon Ramsden
6. Stephen McManus
7. Lionel Ainsworth ('76)
9. John Sutton
11. Iain Vigurs
14. Keith Lasley
18. Josh Law ('76)

Varamenn:
16. Rober McHugh
17. Zaine Francis-Angol ('76)
19. Lee Erwin
20. Fraser Kerr ('76)
21. Jack Leitch ('95)
26. Dominic Thomas

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Craig Reid ('120)
Keith Lasley ('103)
Stuart Carswell ('43)
Stephen McManus ('24)

Rauð spjöld: