Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Selfoss
0
2
Víkingur Ó.
0-1 Eyþór Helgi Birgisson '17 , víti
0-2 Þorsteinn Már Ragnarsson '64
25.07.2014  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
1. deild karla 2014
Aðstæður: Blautur völlur og rigning á köflum
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 239
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('74)
Sindri Rúnarsson ('62)
3. Bjarki Már Benediktsson
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
12. Magnús Ingi Einarsson ('86)
13. Bjarki Aðalsteinsson
17. Haukur Ingi Gunnarsson
19. Luka Jagacic

Varamenn:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
5. Hamza Zakari ('74)
8. Ingvi Rafn Óskarsson
17. Ragnar Þór Gunnarsson ('62)
21. Kolbeinn Kristinsson
22. Andri Már Hermannsson
24. Kjartan Sigurðsson ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Ingi Gunnarsson ('83)
Ragnar Þór Gunnarsson ('78)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('31)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Draumaendurkoma Þorsteins í Ólafsvíkurbúninginn
Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð á Selfoss og vann 2-0 sigur í kvöld. Ólsarar eru nú aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu, ósigraðir í síðustu þremur leikjum.

Selfyssingar eru tveimur stigum frá fallsæti og hafa aðeins skorað fjögur mörk á heimavelli í sumar! Mikil fallhætta í gangi á Selfossi.

Heimamenn byrjuðu leikinn í kvöld af miklum krafti og hefðu átt að ná forystunni en klúðruðu dauðafæri. Það kom heimamönnum þó ekki á óvart enda hefur liðið aðeins skorað fjögur mörk á Selfossi í sumar! Arnar Darri Pétursson átti magnaða markvörslu.

Þorsteinn Már Ragnarsson var í byrjunarliði Víkinga en hann er kominn heim á lánssamningi frá KR. Hann lét heldur betur að sér kveða í kvöld, var hlaupandi allan tímann og fékk réttilega vítaspyrnu þegar markvörður Selfoss braut af sér.

Eyþór Helgi Birgisson sem einnig átti flottan leik fór á punktinn og skoraði af öryggi sitt níunda mark í deildinni á þessu tímabili. Eftir markið tóku gestirnir völdin í sínar hendur og spiluðu af miklu öryggi á meðan allt bit og allan kraft vantaði í Selfyssinga.

Þorsteinn bætti öðru marki við fyrir gestina í seinni hálfleik og eftir það var aldrei spurning um úrslit leiksins þó varamaðurinn Ragnar Þór Gunnarsson hafi skallað í stöngina á marki Víkings.

Flottur sigur Ólafsvíkinga sem eru búnir að stimpla sig af alvöru í baráttunat um að komast upp. Ef liðið heldur áfram að spila svona gæti allt gerst. Fátt bendir til annars en að hlutskipti Selfyssinga verði að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þeir þurfa að gera betur. Miklu betur.
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Alfreð Már Hjaltalín
3. Samuel Jimenez Hernandez ('76)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson ('91)
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('94)
25. Alejandro Vivancos Guinart

Varamenn:
4. Joseph Thomas Spivack ('91)
8. Kemal Cesa ('76)
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Fannar Hilmarsson ('94)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Steinar Már Ragnarsson ('81)
Emir Dokara ('61)

Rauð spjöld: