Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
14:00 0
0
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
14:00 0
0
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
14:00 0
0
Fram
Mjólkurbikar karla
Haukar
14:00 0
0
Vestri
HK
1
1
KA
Guðmundur Magnússon '10 1-0
1-1 Gunnar Örvar Stefánsson '45
30.07.2014  -  18:15
Kórinn
1. deild karla 2014
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
8. Atli Valsson
9. Davíð Magnússon
10. Guðmundur Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason ('63)
20. Árni Arnarson
21. Andri Geir Alexandersson
23. Elmar Bragi Einarsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Axel Lárusson
3. Ólafur Valdimar Júlíusson
4. Leifur Andri Leifsson ('63)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
14. Viktor Örn Margeirsson

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@grjotze Gunnar Birgisson
Jafnteflið sem hvorugt liðið vildi
Nú rétt í þessu lauk 1.deildar slag af dýrari gerðinni. En þá mættust tvö sterk lið sem hafa verið í efri hluta deildarinnar undanfarið, HK og KA. Fyrir leik var einungis eitt stig sem skildi liðin að, en KA þó með örlítið betri markatölu. Leikurinn hófst af miklum krafti og fyrstu 5 mínúturnar eða svo höfðu KA menn yfirtökin, en smátt og smátt komust heimamenn inn í leikinn, og það var svo Guðmundur Magnússon sem stimplaði þá duglega inn á 10.mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Atla Valssonar snyrtilega í netið.

Eftir það tóku KA jafnt og þétt öll völd vallarins og voru vel spilandi fram á við eitthvað sem virtist vanta hjá HK. Ekki virtist boltinn þó ætla inn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en vörn HK var þétt og þeirra svör voru skyndisóknir, sem voru oft á tíðum ansi hættulegar, Gummarnir tveir og Viktor Unnar náðu vel saman í leiknum, en hefðu þó þurft að ná meiri tengingu við miðjuna.

KA menn ákvaðu svo að skora mark á besta tíma, en Arsenij á þá drauma stungusendingu innfyrir á Gunnar Örvar sem hafði verið grimmur í sóknarleik KA, hann tekur boltann á kassann og leggur hann svo snyrtilega framhjá Beiti í markinu. Eftir þetta flautaði Sigurður Óli til hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn varð svo að beinni framhaldssögu fyrri hálfleiksins en KA menn voru staðráðnir í að láta kné fylgja kviði. Þeir sóttu og sóttu, en hættulegasta færi seinni hálfleiksins átti Guðmundur Magnússon þegar hann fær boltann utarlega í teignum einn á auðum sjó og á flott skot á markið, en Atli Sveinn fórnaði andlitinu í boltann og hreinsaði.

Lokatölur 1-1 í hörkuspennandi slag í Kórnum í Kópavogi, en bæði lið tæplega sátt með jafntefli.

Byrjunarlið:
Gunnar Örvar Stefánsson
Baldvin Ólafsson
Srdjan Rajkovic
5. Karstern Vien Smith
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Arsenij Buinickij
11. Jóhann Helgason
19. Stefán Þór Pálsson ('90)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('86)
25. Edin Beslija

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Viktor Örn Guðmundsson
5. Gauti Gautason
14. Ólafur Hrafn Kjartansson ('90)
14. Úlfar Valsson
30. Bjarki Þór Viðarsson ('86)

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: