Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
ÍBV
2
5
KR
0-1 Kjartan Henry Finnbogason '31
0-2 Baldur Sigurðsson '45
Jonathan Glenn '47 1-2
1-3 Kjartan Henry Finnbogason '65
1-4 Gonzalo Balbi Lorenzo '76
1-5 Óskar Örn Hauksson '84
Andri Ólafsson '86 2-5
31.07.2014  -  18:00
Hásteinsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
Matt Garner
6. Gunnar Þorsteinsson ('86)
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason ('86)
17. Bjarni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Andri Ólafsson ('92)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('69)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('33)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Kjartan Henry kveikti í stúkunni og sökkti Eyjaliðinu
Það var ótrúlegur knattspyrnuleikurinn sem spilaður var á Hásteinsvelli í kvöld. Fimmtudagurinn fyrir Verslunarmannahelgi og 1303 áhorfendur á vellinum þegar ÍBV og KR áttust við í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi og KR-ingar voru lengi í gang. Eyjamenn hefðu hæglega geta nýtt sér það með því að komast yfir en gegn gangi leiksins komust gestirnir yfir eftir hornspyrnu.

Mikill hiti var í mönnum og Eyjamenn ósáttir með það hversu vel KR-ingar sluppu við spjöld í fyrri hálfleiknum. Og mínútu eftir fyrsta markið fékk Þórarinn Ingi fyrsta spjald leiksins, eftir pirrings brot. Sekúndu broti fyrir lok fyrri hálfleiks tvöfölduðu KR-ingar forystuna. KR-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik, þægileg staða þrátt fyrir að hafa ekki sýnt neina stjörnutakta.

Eiður Aron Sigurbjörnsson hljóp inn á völlinn í seinni hálfleik, snéri sér að áhorfendum og bað um meiri stuðning. Sá stuðningur kom strax eftir rúmlegan mínútu seinni hálfleik þegar markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, Jonathan Glenn minnkaði muninn fyrir ÍBV.

KR-ingar sýndu töluvert betri leik i seinni hálfleiknum og það hjálpaði þeim töluvert í baráttunni um sæti í bikarúrslitunum. Kjartan Henry skoraði sitt annað mark í leiknum á 65. mínútu og staðan orðin heldur svört fyrir Eyjamenn.

Í bikarkeppni er þetta einungis spurning um nú eða aldrei og Eyjamenn tóku sénsinn og reyndu að minnka muninn. Það kom í bakið á þeim og KR-ingar bættu við tveimur mörkum í viðbót. Undir lok leiks minnkaði varamaðurinn, Andri Ólafsson muninn fyrir ÍBV og þar við sat. Andri nýkominn til ÍBV eftir dvöl hjá KR og Grindavík.

Gary Martin og Kjartan Henry voru heilt yfir bestu leikmenn KR-liðsins. Óskar Örn átti góðan seinni hálfleik og þeir Baldur Sig. og Egill Jónsson spiluðu vel á miðjunni. Haukur Heiðar sem að margra mati hefur verið besti leikmaður KR í sumar hefur oft á betri daga. Sindri Snær stóð vaktina vel í marki KR í fjarveru Stefáns Loga sem tók út leikbann í kvöld.

Hjá Eyjaliðinu átti Dean Martin, Matt Garner og Þórarinn Ingi góðan fyrri hálfleik en það fjaraði mikið úr þeirra leik í seinni hálfleiknum. Víðir byrjaði af miklum krafti en sást lítið sem ekkert þegar leið á leikinn.
Byrjunarlið:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson ('86)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('83)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('69)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
29. Guðmundur Sævar Hreiðarsson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('69)
11. Almarr Ormarsson ('83)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson ('86)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('78)
Kjartan Henry Finnbogason ('69)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('54)

Rauð spjöld: