Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Stjarnan
6
0
FH
Lára Kristín Pedersen '7 1-0
Sigrún Ella Einarsdóttir '28 2-0
Harpa Þorsteinsdóttir '33 3-0
Harpa Þorsteinsdóttir '40 4-0
Harpa Þorsteinsdóttir '61 5-0
Írunn Þorbjörg Aradóttir '76 6-0
14.08.2014  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Sigurður Ingi Magnússon
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir ('82)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir ('57)
20. Marta Carissimi ('18)
24. Bryndís Björnsdóttir

Varamenn:
Theodóra Dís Agnarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir
11. Elva Friðjónsdóttir ('18)
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir ('82)
27. Danka Podovac ('57)

Liðsstjórn:
Helga Franklínsdóttir

Gul spjöld:
Anna Björk Kristjánsdóttir ('44)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Enn ein martröð FH í sumar
Það var ekkert óvænt við úrslit leiks Stjörnunnar og FH í kvöld. Enn einn sigur Stjörnunnar í sumar og enn eitt afhroðið hjá liði FH.

FH-liðið hefur fengið á sig 15 mörk í síðustu þremur leikjum, þar á meðal þrjú mörk gegn neðsta liði deildarinnar, ÍA sem náði einmitt í stig gegn FH í þeim leik, eina stigið sem ÍA hefur fengið í sumar.

Ballið byrjaði strax á sjöundu mínútu leiksins, þegar Lára Kristín Pedersen skallaði boltann í netið og kom Stjörnunni yfir. Vörn FH hélt í sjö mínútur, en það var greinilegt að liðið ætlaði að spila varnarsinnaðan leik í kvöld, því liðið stillti ekki upp neinum sóknarmanni í byrjunarliðinu og voru nánast allan fyrri hálfleikinn, allar fyrir aftan miðlínuna.

Það hjálpaði ekki mikið, því þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var Stjarnan með fjögurra marka forystu. Þar af hafði Svindl-Harpa Þorsteinsdóttir skorað tvö mörk.

Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari viðureign, það var þó ekki þökk sé því að FH var að spila betri fótbolta heldur gáfu Stjörnustelpur heldur betur eftir. Þær voru þó töluvert meira með boltann og náðu að skora tvö mörk í seinni hálfleiknum.

Það var ekki fyrr en Erna Guðrún Magnúsdóttir og Alda Ólafsdóttir, varamenn FH komu inn á, að eitthvað fór að gerast sóknarlega hjá gestunum. Báðar komust þær í fín tækifæri með sinni fyrstu snertingu en Sandra Sigurðardóttir sá við þeim í bæði skiptin.

Danka Podovac kom inn á í seinni hálfleik og kom með frískar fætur inn í leikinn og var í tvígang ekki langt frá því að skora fyrir Stjörnuna. Sigrún Ella Einarsdóttir átti fínan leik, skoraði til að mynda eitt mark og lagði upp. Hún var að leika gegn sínu uppeldisfélagi og tók það ekki í mál að fagna eftir markið hennar sem hún skoraði.

Staða FH-liðsins er heldur svört, liðið hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum frekar stórt, eru með lang lélegustu markatöluna í deildinni. Liðið hefur fengið á sig 46 mörk, sem gerir 3,5 mörk á sig að meðaltali í leik sem er alltof mikið fyrir lið sem skorar varla mark að meðaltali í leik. Þeir tveir sigurleikir FH í sumar komu í fyrstu tveimur umferðunum, eftir það hefur liðið gert þrjú jafntefli í 11 leikjum.

Það er ekki að sjá að FH-liðið sé að fara næla sér í mörg stig það sem eftir er af þessu sumri og eina sem getur bjargað þeim frá falli er að Afturelding, sem er tveimur stigum á eftir FH nái ekki í sigur, það sem eftir er af mótinu, eða að minnsta kosti ekki fleiri en einn. Hafa skal það í huga að Afturelding á til dæmis eftir að mæta neðsta liði deildarinnar.
Byrjunarlið:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('78)
6. Heiða Dröfn Antonsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('82)
9. Sandra Sif Magnúsdóttir
13. Ana Victoria Cate
16. Ásgerður Arna Pálsdóttir
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir ('57)
24. Hildur Egilsdóttir

Varamenn:
3. Lilja Gunnarsdóttir
4. Guðrún Höskuldsdóttir
9. Dagbjört Sól Guðlaugsdóttir
14. Margrét Sveinsdóttir ('82)
17. Alda Ólafsdóttir ('78)
27. Kolfinna Hjálmarsdóttir

Liðsstjórn:
Erna Guðrún Magnúsdóttir

Gul spjöld:
Ana Victoria Cate ('36)

Rauð spjöld: