Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Grindavík
2
0
KV
Marko Valdimar Stefánsson '41 1-0
Ólafur Örn Eyjólfsson '57
Tomislav Misura '90 2-0
15.08.2014  -  19:15
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
Scott Mckenna Ramsay ('76)
2. Jordan Lee Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Einar Karl Ingvarsson ('88)
14. Tomislav Misura ('90)

Varamenn:
13. Einar Sveinn Pálsson (m)
2. Hákon Ívar Ólafsson ('76)
11. Ómar Friðriksson ('88)
14. Jón Unnar Viktorsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Marinó Axel Helgason
Ivan Jugovic

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('53)
Alex Freyr Hilmarsson ('44)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Björn Steinar Brynjólfsson
Grindavík fjarlægist fallsæti
Grindavík tók á móti KV í kvöld í norðan strekking. Heimamenn byrjuðu á að vera með boltan mun meira í byrjun en svo fór KV að láta finna fyrir sér og pressuðu Grindavík hátt upp völlinn undan vindi. Heimamenn voru í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og lágu KV menn á Grindavík. KV fengu hvað eftir annað hornspyrnur í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta þær nógu vel.

Markó Valdimar Stefánsson opnaði sinn markareikning þetta sumarið eftir að hafa skorað mark eftir hornspyrnu frá Scott Ramsay. Atli Jónasson átti í erfið leikum við að grípa knöttinn en missti hann inn fyrir marklínuna. Atli var ansi óheppinn.

Stutt var liðið á síðari hálfleik þegar að KV urðu einum færri. Alex Freyr Hilmarsson var með boltann við miðju nálægt áhorfenda stúkunni. Ólafur Örn Eyjólfsson braut á Alex, Alex lá í grasinu og var boltinn rétt við hann og sparkar Ólafur beint í Alex.. Rautt spjald og KV menn orðnir einum færri.

KV reyndu hvað þeir gátu að reyna að halda í við andstæðinginn og voru þeir nokkuð nálægt því að jafna leikinn þegar að Magnús Bernhard Gíslason var komin einn í gegn eftir flott spil, Óskar Pétursson kom hlaupandi útúr markinu og varði vel.

Heimamenn voru að fá nokkur hraðaupphlaup þegar leið á leikinn og átti Juraj Grizelj að gera mun betur þegar hann slapp einn í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Atla Jónasson í markinu Tómas Agnarsson var fljóturtil baka og náði að sparka boltanum í burtu. Þrátt fyrir að Juraj reyndi að lyfta honum yfir Atla þá hefði boltinn ekki farinn í markið því boltinn var á leið framhjá markinu.

Tomislav Misura tryggði svo endanlega sigur heimamanna þegar hann slapp einn í gegn og hann var ekki rangstæður. Tomislav gerði vel og lokaði fyrir hlaup Tómasar sem var að reyna að verja og lagði boltann í mark KV.

Grindvíkingar náðu sínum þriðja sigri í röð og skiptu um sæti við Hauka sem voru í sjöunda sæti Haukar töpuðu fyrir BÍ/Bolungarvík sem voru í fallsæti sem skiptu um sæti við KV og eru nú komnir í fallsæti.
Byrjunarlið:
12. Atli Jónasson (m)
Auðunn Örn Gylfason ('64)
3. Benis Krasniqi
7. Einar Már Þórisson ('75)
9. Magnús Bernhard Gíslason
10. Ingólfur Sigurðsson
11. Gunnar Kristjánsson ('88)
18. Tómas Agnarsson
19. Kristinn Jens Bjartmarsson
22. Ólafur Örn Eyjólfsson
24. Davíð Steinn Sigurðarson

Varamenn:
12. Kristófer Ernir G. Haraldsson (m)
9. Davíð Birgisson ('75)
13. Vignir Daníel Lúðvíksson
14. Steindór Oddur Ellertsson ('88)
20. Guðmundur Sigurðsson
28. Kristófer Eggertsson ('64)
33. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tómas Agnarsson ('73)
Kristinn Jens Bjartmarsson ('67)

Rauð spjöld:
Ólafur Örn Eyjólfsson ('57)