Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
ÍA
5
2
Tindastóll
Garðar Gunnlaugsson '28 , misnotað víti 0-0
Hallur Flosason '34 1-0
Garðar Gunnlaugsson '44 2-0
Andri Adolphsson '48 3-0
Garðar Gunnlaugsson '52 4-0
Andri Adolphsson '65 5-0
5-1 Árni Einar Adolfsson '75
5-2 Fannar Örn Kolbeinsson '82
19.08.2014  -  18:45
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla 2014
Aðstæður: Rigingarúði, völlurinn blautur en hlýtt og logn
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson ('69)
Teitur Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
8. Hallur Flosason
17. Andri Adolphsson ('87)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('78)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
19. Eggert Kári Karlsson ('87)
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Ingimar Elí Hlynsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
ÍA vann Tindastól í markaleik
Lið ÍA og Tindastóls áttust við í 17. umferð 1. deildar karla á Akranesvelli í kvöld og lauk leiknum með sigri Skagamanna 5 -2.

Leikurinn byrjaði af hörku fyrstu mínúturnar en svo tóku Skagamenn yfir og fór fyrri hálfleikur mikið til fram á vallarhelming Stóla þar sem það var orðið mínútuspursmál hvenær fyrsta mark Skagamanna kæmi.

Á 28. mínútu var Andri Júlíusson felldur í teig Stóla og Garðar Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna sem Terrance William Dieterich varði vel og það má segja að það sé honum að þakka að sigur Skagamanna var ekki stærri en raunin varð.
Skagamenn áttu fjöldann af færum en William varði vel og hann átti mjög fínan leik þrátt fyrir að hafa fengið á sig 5 mörk.

Það var svo á 34. mínútu sem Hallur Flosason skoraði fyrsta mark Skagamanna eftir að Darren Lough tók aukaspyrnu. Annað mark Skagamanna kom svo 10 mínútum síðar og þá var það Garðar Gunnlaugsson sem skoraði eftir mikinn darraðardans fyrir framan mark Tindastóls og þá var Wiliam búinn að verja í tvígang.
Staðan í hálfleik var 2 - 0.

Seinni hálfleikur var nýlega hafinn þegar Skagamenn bættu svo við þriðja markinu rétt á eftir og það var Andri Adolphsson sem skoraði. Stólarnir gátu svo minnkað muninn þegar Kristinn Justiniano Snjólfsson átti skot að marki en Árni Snær Ólafsson varði vel. Það voru hinsvegar Skagamenn sem bættu við 4. markinu og það var Garðar sem skoraði annað markið sitt í leiknum. Andri Adolphsson skoraði svo fimmta mark Skagamanna á 65. mínútu.

Eftir þennan markakafla hjá Skagamönnum duttu Stólarnir í þriðja gír og Árni Einar Adolfsson skoraði fallegt mark á 75. mínútu. Stólarnir bættu svo við öðru marki sínu á 82. mínútu þegar Fannar Örn Kolbeinsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu Benjamín Jóhannesi Vilbergssyni.

Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum þó svo að þau hefðu hæglega getað verið mun fleiri.
Skagamenn voru sterkari aðilinn í leiknum þó svo það verði ekki tekið Stólunum að þeir börðust vel og áttu fínan leik undir restina sem dugði ekki til á móti sterku liði Skagamanna.

Skagamenn eru í 2. sæti eftir þennan leik með 33 stig á meðan Tindastóll er á botni deildarinnar með 3 stig.
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
2. Loftur Páll Eiríksson
5. Bjarki Már Árnason ('64)
6. Fannar Örn Kolbeinsson
9. Árni Einar Adolfsson
9. Fannar Freyr Gíslason
15. Arnar Skúli Atlason
20. Kristinn Justiniano Snjólfsson ('74)
22. Hólmar Daði Skúlason
23. Kári Eiríksson ('87)

Varamenn:
12. Jóhann Ulriksen (m)
11. Pálmi Þórsson
21. Arnar Ólafsson
25. Ágúst Friðjónsson ('87)
25. Bjarni Smári Gíslason ('64)

Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)

Gul spjöld:
Arnar Skúli Atlason ('34)

Rauð spjöld: