Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Þór/KA
0
2
Stjarnan
0-1 Elva Friðjónsdóttir '9
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir '52
08.09.2014  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Aðstæður: Rigning og 14° hiti
Dómari: Sveinn Þórður Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Roxanne Kimberly Barker (m)
Silvía Rán Sigurðardóttir
4. Karen Nóadóttir
5. Thanai Lauren Annis
6. Kayla June Grimsley
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('64)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Helena Rós Þórólfsdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('86)

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
3. Sara Skaptadóttir
8. Lára Einarsdóttir ('64)
8. Andrea Mist Pálsdóttir
9. Hafrún Olgeirsdóttir ('86)
16. Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
24. Arna Benný Harðardóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('49)

Rauð spjöld:
@maggimar Magnús Már Einarsson
Stjarnan stigi frá titlinum
Þór/KA og Stjarnan mættust á Þórsvelli nú í kvöld í 16. umferð Pepsi deildar kvenna. Með sigri gæti Stjarnan tryggt sér íslandsmeistaratitilinn, svo lengi sem Breiðablik myndi tapa stigum gegn Aftureldingu.

Skemmst er frá því að segja að lítið var um dýrðir í leiknum. Í fyrri hálfleik var allt í járnum og hvorugt liðið var að taka miklar áhættur. Fyrsta mark leiksins kom þó nánast upp úr þurru á 9. mínútu en þá skoraði Elva Friðjónssdóttir laglegt mark með skoti úr teignum. Fátt annað gerðist í fyrri hálfleik, hvorugt liðið kom sér í alvöru færi og staðan því 0-1 í hálfleik, gestunum í vil.

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, Stjarnan skoraði nánast strax. Þar var að verki Harpa Þorsteinsdóttir en þetta var hennar 25. mark í sumar. Hún fékk boltann rétt utan teigs, nánast labbaði í gegnum vörn heimastúlkna og setti boltann í netið. Eftir markið fór leikurinn svo í sama far, þ.e.a.s. ekkert í gangi. Á 68. mínútu komu þó 2 mínútur þar sem að leikurinn galopnaðist og þrjú dauðafæri komu. Fyrst var það Lillý Rut sem slapp í gegn en setti boltann yfir markið. Næst var það Harpa Þorsteinsdóttir sem fékk sendingu inn fyrir vörn heimastúlkna, fór framhjá Roxanne Barker en setti boltann í stöngina fyrir opnu marki. Næst var röðin svo komin að Kaylu Grimsley. Hún slapp þá alein í gegn en reyndi að vippa boltanum yfir Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar, ótrúlega kæruleysisleg ákvörðun.
Eftir þetta róaðist leikurinn svo aftur og virkaði eins og bæði lið væru frekar þreytt. Heimastúkur voru þó betri aðilinn eftir markið en þær náðu bara ekki að nýta sér það.

Sigur Stjörnunnar setti þær í gríðarlega góða stöðu en dugði þó ekki til að tryggja titilinn því að Breiðablik unnu Aftureldingu. Kraftaverk þarf hinsvegar að eiga sér stað til að Stjörnukonur klúðri frá sér titlinum en þær eru með sex stiga forskot og mun betri markatölu þegar sex stig eru í pottinum. Þór/KA eru hinsvegar í 4. sæti með 27 stig, 16 stigum á eftir Stjörnunni.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('84)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('88)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Elva Friðjónsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir ('74)
20. Marta Carissimi

Varamenn:
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('74)
27. Danka Podovac ('84)

Liðsstjórn:
Helga Franklínsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: