Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
19:15 0
0
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
19:15 0
0
FH
Mjólkurbikar karla
19:15 0
0
KR
Ísland
3
0
Tyrkland
Jón Daði Böðvarsson '18 1-0
Ömer Toprak '59
Gylfi Þór Sigurðsson '76 2-0
Kolbeinn Sigþórsson '77 3-0
09.09.2014  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: Völlurinn flottur. 10 gráðu hiti, skýjað og logn.
Dómari: Ivan Bebek (Króatía)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason ('70)
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('89)
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Emil Hallfreðsson
22. Jón Daði Böðvarsson ('90)
23. Ari Freyr Skúlason
25. Theodór Elmar Bjarnason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
2. Birkir Már Sævarsson
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Hallgrímur Jónasson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
7. Þórarinn Ingi Valdimarsson
16. Ólafur Ingi Skúlason ('89)
21. Viðar Örn Kjartansson ('90)
25. Helgi Valur Daníelsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('50)
Ari Freyr Skúlason ('37)

Rauð spjöld:
@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
Ísland gaf tóninn með stórkostlegum sigri
Íslenska landsliðið byrjaði leikinn með ótrúlegum yfirburðum og stóð sig í raun betur heldur en flestir þorðu að vona. Hver einasti leikmaður spilaði algerlega óttalaus og tónninn var settur strax á fyrstu mínútu.

Á 14. mínútu átti Jón Daði Böðvarsson hörkuskalla í slána í sínum fyrsta keppnisleik, eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Ara Frey Skúlasyni. Þetta var besta færi Íslands til þessa en strákarnir okkar höfðu algerlega stjórnað leiknum.

Einungis fjórum mínútum síðar var Jón Daði þó búinn að koma Íslandi í 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson tók hornspyrnyu sem tyrkneska markverðinum gekk illa að hreinsa og endaði boltinn hjá Jóni Daða sem skallaði boltann í netið.

Íslendingar héldu áfram að stýra fyrri hálfleiknum algerlega að frátöldum hugsanlega síðustu fimm mínútunum. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri, en Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson fengu báðir fín færi til að auka forskotið. Staðan var þó enn 1-0 í hálfleik.

Íslenska liðið hélt sínu striki í seinni hálfleiknum og var sjálfstraustið og leikgleðin í hámarki. Liðið pressaði vel en var þó ekki að skapa sér mörg dauðafæri. Tyrkir voru þó ekkert að gera og hefðu alveg eins getað sleppt því að mæta í Laugardalinn.

Á 59. mínútu dró svo heldur betur til tíðinda þegar ein af stjörnum Tyrkja, Ömer Toprak, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir glórulausa hendi. Gestirnir voru ósáttir með ákvörðun króatíska dómarans sem var þó algerlega borðliggjandi.

Einungis andartaki síðar varði markvörður Tyrkja glæsilega frá Kolbeini Sigþórssyni, sem átti skalla úr prýðilegu færi. Staðan því enn 1-0.

Á 76. mínútu tókst Íslandi þó loksins að bæta við verðskulduðu öðru marki. Þar var á ferðinni Gylfi Þór Sigurðsson með þrumuskoti fyrir utan teig sem Kivrak í marki Tyrkja hefði mátt verja, en inn fór boltinn. Kolbeinn Sigþórsson var mættur til að pota honum í netið en boltinn var kominn yfir línuna eftir skot Gylfa.

Þarna gáfust Tyrkirnir endanlega upp. Einungis mínútu síðar bætti Kolbeinn Sigþórsson við góðu marki með skot í fjærhornið eftir ótrúlega langa sendingu frá Ara Frey Skúlasyni.

Íslenska liðið sigldi sigrinum svo bara örugglega í höfn eftir þessar frábæru tvær mínútur. Lokatölur 3-0, frábær stórsigur gegn sterku liði Tyrklands sem átti einfaldlega aldrei séns.

Eldmóðurinn í íslenska landsliðinu var algerlega til fyrirmyndar og það eina leiðinlega við þennan leik var að það hafi ekki verið gersamlega stappað af áhorfendum. Íslenska liðið á skilið alvöru stuðning eftir síðustu undankeppni og ef þessi magnaði leikur kveikir ekki í þjóðinni, þá mun ekkert gera það.

Næsti heimaleikur er einmitt gegn Hollandi og verður bókað uppselt á þann leik. Ísland mætir Lettlandi úti í næsta mánuði og fá svo Holland í heimsókn örfáum dögum síðar.

Sérstakt hrós í kvöld fær Gylfi Þór Sigurðsson fyrir hreint út sagt ótrúlegan leik, líklega einn hans besta leik í íslensku treyjunni. Þá var Jón Daði Böðvarsson frábær í frumraun sinni í keppnisleik.
Byrjunarlið:
1. Onur Kivrak (m)
5. Emre Belözoglu
7. Gökhan Gönul
8. Selcuk Inan
10. Arda Turan
15. Mehmet Topal
17. Burak Yilmaz (c)
18. Caner Erkin
20. Olcan Adin ('65)
21. Ömer Toprak
22. Ersan Gulum

Varamenn:
1. Volkan Babacan (m)
3. Hakan Balta
4. Tarik Camdal
9. Mevlut Erdinc
10. Hakan Calhanoglu
11. Olcay Sahan
12. Mert Gunok
13. Ismail Köybasi
14. Ahmet Ilhan Özek
16. Ozan Tufan
19. Mustafa Pektemek ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ömer Toprak ('55)
Gökhan Gönul ('44)

Rauð spjöld:
Ömer Toprak ('59)