Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
FH
1
1
KR
Atli Guðnason '65 1-0
1-1 Gary Martin '83
18.09.2014  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Logn, smávægileg rigning og blautur völlur
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1.934
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason ('88)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('82)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('88)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
3. Guðjón Árni Antoníusson
6. Sam Hewson ('88)
8. Emil Pálsson ('82)
17. Atli Viðar Björnsson ('88)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('87)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Hnífjöfn titilbarátta eftir slæm mistök FH
Dýrkeypt mistök FH-inga gerðu það að verkum að þeir misstu stórleikinn gegn FH niður í jafntefli. Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka skoppaði boltinn til Gary Martin sem kláraði færið sitt stórkostlega og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur.

Þetta mark kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þar sem FH-ingar virtust hafa leikinn í sínum höndum eftir að þeir tóku forystuna og gestirnir ekki líklegir til að jafna. En mörk koma eftir mistök og þetta mark kom eins og blaut tuska framan í FH-inga.

Þessi úrslit þýða að FH og Stjarnan eru jöfn að stigum þegar þrjár umferðir eru eftir og allt stefnir í úrslitaleik milli þessara liða í Kaplakrika í lokaumferðinni.

Úrslitin gera það að verkum að ríkjandi Íslandsmeistarar KR eiga ekki lengur tölfræðilega möguleika á að verja titil sinn.

Leikurinn í kvöld var afar taktískur og sárafá opin færi sem litu dagsins ljós. FH-ingar voru þó betri á heildina litið og áttu fleiri marktilraunir. Aðalumræðuefni fyrri hálfleiksins var þegar annar af aðstoðardómurunum dæmdi FH ranglega mark en Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi fyrst gilt mark en breytti svo réttilega dómnum enda brotið á Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR.

Eftir mikla baráttu í teignum tók FH forystuna þegar Atli Guðnason skoraði af stuttu færi. KR-ingar virtust ekki líklegir eftir markið eins og áður sagði en refsuðu grimmilega fyrir mistök,

Markið gaf KR byr undir báða vængi og liðið hefði getað stolið öllum stigunum í lokin en niðurstaðan jafntefli 1-1.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('22)
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('75)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('75)
5. Egill Jónsson ('22)
11. Almarr Ormarsson
24. Abdel-Farid Zato-Arouna
26. Björn Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('80)
Haukur Heiðar Hauksson ('44)

Rauð spjöld: