Víkingur R.
0
1
Stjarnan
0-1 Rolf Glavind Toft '9
Alan Lowing '90
18.09.2014  -  17:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason
20. Pape Mamadou Faye ('74)
22. Alan Lowing

Varamenn:
9. Viktor Jónsson ('54)
19. Stefán Bjarni Hjaltested ('86)
28. Eiríkur Stefánsson ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Jónsson ('68)
Kjartan Dige Baldursson ('16)

Rauð spjöld:
Alan Lowing ('90)
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Afar naumur sigur Stjörnunnar
Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur gegn Víkingi í Pepsi-deildinni. Eina mark leiksins skoraði Rolf Toft úr teignum þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar.

Stjarnan er í bullandi baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn og hafði alls ekki efni á að misstíga sig í víkinni. Hlutirnir hefðu þó svo sannarlega getað endað verr fyrir Garðbæingana, sem varla voru betri aðilinn í leiknum.

Hinn danski Rolf Toft kom Stjörnunni í 1-0 á 9. mínútu eftir glæsilegan undirbúning frá Ólafi Karli Finsen, sem keyrði upp vinstri kantinn og inn í teig og lagði svo boltann á Toft, sem potaði honum yfir línuna.

Utan við eitt dauðafæri hjá Niclas Vemmelund og mark sem dæmt var af Veigari Páli Gunnarssyni voru það þó Víkingar sem áttu flest færi fyrri hálfleiksins. Heimamenn hreinlega óðu í færum og var með ólíkindum að þeim tækist ekki að jafna.

Sérstaklega fékk Michael Abnett algert dauðafæri eftir að Ingvar Jónsson missti boltann út í teig eftir aukaspyrnu Víkings, en hann skaut beint á Njarðvíkinginn frá vítateignum. Staðan enn 1-0 fyrir gestina þegar flautað var til leikhlés.

Seinni hálfleikur var ekki alveg jafn fjörugur og sá fyrri, en hins vegar voru Víkingar að reyna allt hvað þeir gátu til að jafna metin. Þeir áttu nokkur skot utan teigs sem misstu marks og voru að skapa sér nokkrar sóknir þar sem einungis vantaði lokahnykkinn.

Stjörnumenn voru hins vegar ekki að skapa sér neitt sérstaklega mikið. Þeir börðust þó vel og voru nokkuð þéttir fyrir, greinilega að verja forystuna gegn spræku liði Víkings.

Svo fór að mörkin voru ekki fleiri í þessum prýðilega fótboltaleik og gríðarlega mikilvægur 1-0 sigur Stjörnunnar staðreynd.

Stjarnan og FH eru nú bæði með 45 stig en FH-ingar eru enn í 1. sætinu, með betri markatölu. Ljóst er að við færumst alltaf nær og nær alvöru úrslitaleik í Kaplakrika í lokaumferðinni.
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('39)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('64)
7. Atli Jóhannsson ('39)
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
21. Snorri Páll Blöndal
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('67)

Rauð spjöld: