Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Tékkland
2
1
Ísland
0-1 Ragnar Sigurðsson '9
Pavel Kaderábek '45 1-1
2-1 Jón Daði Böðvarsson '61 , sjálfsmark
16.11.2014  -  19:45
Doosan Arena
Undankeppni EM
Dómari: Wolfgang Stark
Áhorfendur: 11.354
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
2. Pavel Kaderábek
3. Michal Kadlec
6. Tomás Sivok
9. Borek Dockal
10. Tomás Rosicky
11. Daniel Putil
13. Jaroslav Plasil
19. Ladislav Krejci
21. David Lafata
22. Vladimír Darida

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Borek Dockal ('86)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Takturinn týndist í Tékklandi
Íslenska landsliðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM í kvöld. Liðið náði ekki sama takti í sína spilamennsku og það sýndi í fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum,

Sigur Tékklands var sanngjarn. Þetta vel skipulagða lið var betra nánast allan leikinn. Samt sem áður hefði Ísland vel getað rænt stigi. Í lokin fengu strákarnir okkar fín tækifæri og Gylfi Þór Sigurðsson skaut í stöng.

Bæði mörkin sem við fengum á okkur voru klaufaleg og hefði vel verið hægt að koma í veg fyrir.

Varnarleikurinn sem hingað til hefur verið frábær var skyndilega óöruggur. Tékkar fengu að leika lausum hala vinstra megin þar sem Ísland var í algjöru basli hægra megin. Theodór Elmar Bjarnason fann sig engan veginn í bakverðinum og Emil Hallfreðsson var einnig langt frá sínu besta.

Of margir leikmenn Íslands voru reyndar talsvert frá sínu besta og því fór sem fór.

Fjölmargir íslenskir áhorfendur á vellinum hér í Plzen fengu að fagna þegar Ísland komst yfir snemma leiks. Birkir Bjarnason kom boltanum á Ragnar Sigurðsson sem skoraði.

Vendipunktur leiksins var jöfnunarmark Tékka í blálok fyrri hálfleiks. Það sendi strákana okkar sára og svekkta inn í hálfleikinn. Sigurmarkið var síðan afar slysalegt. Vægast sagt.

Jæja áfram gakk. Staðan í riðlinum er enn góð þrátt fyrir úrslitin.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
8. Birkir Bjarnason ('76)
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason
25. Theodór Elmar Bjarnason ('62)

Varamenn:
2. Sölvi Geir Ottesen
2. Birkir Már Sævarsson ('62)
3. Hallgrímur Jónasson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('76)
11. Alfreð Finnbogason
19. Rúrik Gíslason ('62)
21. Viðar Örn Kjartansson
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kolbeinn Sigþórsson ('71)
Theodór Elmar Bjarnason ('53)
Ragnar Sigurðsson ('13)

Rauð spjöld: