Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Besta-deild karla
Breiðablik
19:15 0
0
Valur
Lengjudeild kvenna
Fram
19:15 0
0
ÍR
Valur
0
3
Leiknir R.
0-1 Kolbeinn Kárason '8
0-2 Sindri Björnsson '13
0-3 Hilmar Árni Halldórsson '71
03.05.2015  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Góðar. Völlurinn í maí ástandi og veðrið gott.
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 1824
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
3. Iain James Williamson ('72)
4. Einar Karl Ingvarsson ('68)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson ('82)
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
6. Daði Bergsson ('82)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
14. Gunnar Gunnarsson
16. Tómas Óli Garðarsson ('68)
19. Baldvin Sturluson ('72)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('21)
Sigurður Egill Lárusson ('43)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Skýrslan: Nýliðarnir héldu jarðarför á Hlíðarenda
Hvað réði úrslitum?
Byrjun Leiknis var það sem skilaði þeim öllum stigunum í hús. Liðið komst í 2-0 eftir rúmlega 10 mínútna leik og þá var ekki aftur snúið. Liðið sýndi engin veikleikamerki og það var ekki að sjá að Leiknismenn væru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild. Vel skipulagðir og í góðum gír, þjálfararnir settu leikinn hárrétt upp.
Bestu leikmenn
1. Hilmar Árni Halldórsson
Mark og stoðsending frá besta leikmanni 1. deildarinnar frá því í fyrra. Stóðst prófið í kvöld og gott betur en það. Algjör lykilmaður í öllum sóknarleik Leiknis.
2. Óttar Bjarni Guðmundsson
Stýrði vörn Leiknis frá fyrstu mínútu og allt til loka. Vörn Leiknis hélt vel og gaf engin færi á sér. Stimplar sig vel inn í sínum fyrsta leik í efstu deild og sýndi mikil gæði.
Atvikið
Mark Kolbeins Kárasonar gegn sínum gömlu félögum sem braut ísinn. Kolbeinn fagnaði af ákefð enda mættur í Leikni til að sýna að hann er betri heldur en margir Valsmenn töldu en á Hlíðarenda var hann oft notaður sem varaskeifa. Öflug frammistaða hjá honum og sögulegt mark. Fyrsta mark Leiknis í efstu deild.
Hvað þýða úrslitin?
Nýliðarnir eru komnir á toppinn. Nældu sér í sín fyrstu stig í efstu deild frá upphafi. Valsmenn sýndu að Ólafur Jóhannesson þjálfari hafði líklega rétt fyrir sér þegar hann talaði um að liðið væri ekki nægilega gott til að gera einhverja hluti í sumar.
Vondur dagur
Valsliðið komst hvorki lönd né strönd gegn nýliðunum og voru hreinlega arfadaprir. Margir Valsmenn í stúkunni hristu hausinn enda var liðið einfaldlega étið af andstæðingum sínum.
Dómarinn - 7
Reyndi lítið á hann í leiknum. Þrjú gul spjöld fóru á loft og áttu þau öll rétt á sér. Valgeir kemur vel undan vetri.
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson ('90)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
8. Sindri Björnsson
9. Kolbeinn Kárason ('67)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('84)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
5. Edvard Börkur Óttharsson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('67)
16. Frymezim Veselaj ('84)
26. Hrannar Bogi Jónsson
27. Magnús Már Einarsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kolbeinn Kárason ('28)

Rauð spjöld: