Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Keflavík
0
5
KR
0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson '15
0-2 Almarr Ormarsson '42
Unnar Már Unnarsson '44
0-2 Óskar Örn Hauksson '44 , misnotað víti
0-3 Þorsteinn Már Ragnarsson '60
0-4 Sören Frederiksen '67
Hólmar Örn Rúnarsson '72 , misnotað víti 0-4
0-5 Guðmundur Andri Tryggvason '83
03.06.2015  -  19:15
Nettóvöllurinn
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Léttur andvari og sólin skín. Völlurinn eins og best verður á kosið.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Richard Arends (m) ('45)
Hólmar Örn Rúnarsson
2. Samuel Jimenez Hernandez
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('45)
13. Unnar Már Unnarsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('61)
22. Leonard Sigurðsson
22. Arnór Smári Friðriksson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m) ('45)
9. Daníel Gylfason
22. Indriði Áki Þorláksson
25. Frans Elvarsson ('45)
29. Fannar Orri Sævarsson

Liðsstjórn:
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Unnar Már Unnarsson ('44)
@arnargeir92 Arnar Geir Halldórsson
Skýrslan: KR valtaði yfir Keflavík í annað sinn á fjórum dögum
Hvað réði úrslitum?
KR-ingar voru einfaldlega alltof stór biti fyrir Keflvíkinga í kvöld ,líkt og þeir voru í Frostaskjólinu síðastliðinn sunnudag. Það vantaði allt malt í Keflavíkurliðið í dag og þeir virtust aldrei hafa trú á að þeir ættu möguleika í öflugt lið KR. Það hjálpaði ekki til að stórar ákvarðanir dómaranna féllu með Vesturbæjarstórveldinu. Þrátt fyrir það geta Keflvíkingar sjálfum sér um kennt að hafa ekki mætt grimmari til leiks.
Bestu leikmenn
1. Aron Bjarki Jósepsson
Erfitt að taka einhvern sérstaklega út í flottu KR liði í kvöld en Aron Bjarki fær heiðurinn. Hann átti þátt í fjórum af fimm mörkum KR og nýtti tækifærið sitt vel. Reyndi lítið sem ekkert á hann varnarlega en var flottur fram á við.
2. Sören Frederiksen
Spilaði í fyrsta skipti í sumar sem fremsti sóknarmaður og olli miklum usla í varnarleik Keflvíkinga. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Fór illa með eitt besta færi leiksins en skoraði gott mark og lagði upp annað.
Atvikið
Var boltinn allur inni í fyrsta markinu? Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom KR-ingum yfir eftir atgang í vítateig Keflavíkur á 15.mínútu. Ómögulegt var að sjá hvort boltinn hafi farið yfir línuna en línuvörðurinn dæmdi mark. Það fellur lítið með Keflvíkingum þessa dagana.
Hvað þýða úrslitin?
Keflvíkingar eru úr leik í bikarnum þetta árið og halda áfram leitinni að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. KR-ingar eru hinsvegar búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa haldið hreinu í 338 mínútur eða síðan Albert Brynjar Ingason skoraði eina mark Fylkis í 3-1 tapi gegn KR.
Vondur dagur
Vítaskyttur liðanna. Óskar Örn Hauksson (KR) og Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík) hafa lengi talist spyrnumenn góðir. Þeim brást hinsvegar báðum bogalistin í kvöld en vítaspyrnur þeirra, sem voru keimlíkar, eru með þeim verri sem sést hafa. Fóru báðar langt yfir markið.
Dómarinn - 4
Dómaratríóið fær falleinkunn fyrir fáranlegan brottrekstur undir lok fyrri hálfleiks. Vandræði Keflvíkinga voru mikil en þessi dómur gerði endanlega út um vonir liðsins í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
11. Almarr Ormarsson
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Sören Frederiksen ('73)
20. Jacob Toppel Schoop ('56)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('68)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Rasmus Christiansen
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('56)
8. Jónas Guðni Sævarsson
20. Axel Sigurðarson ('73)
21. Atli Hrafn Andrason
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('18)

Rauð spjöld: