Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Lengjudeild karla
Dalvík/Reynir
28' 0
0
Fjölnir
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 0
1
Njarðvík
Lengjudeild karla
Leiknir R.
LL 1
0
ÍR
Mjólkurbikar kvenna
Tindastóll
LL 1
2
Þór/KA
Ísland U21
3
0
Makedónía U21
Elías Már Ómarsson '55 1-0
Höskuldur Gunnlaugsson '61 2-0
Höskuldur Gunnlaugsson '67 3-0
11.06.2015  -  19:15
Hlíðarendi
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Sól og hægur vindur. Völlurinn lítur ágætlega út.
Dómari: Tore Hansen (Noregur)
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Adam Örn Arnarson
3. Oliver Sigurjónsson (f)
4. Orri Sigurður Ómarsson
6. Böðvar Böðvarsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('91)
8. Sindri Björnsson
9. Elías Már Ómarsson ('93)
10. Aron Elís Þrándarson
11. Ævar Ingi Jóhannesson ('87)
17. Daníel Leó Grétarsson

Varamenn:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
14. Viktor Jónsson ('91)
14. Davíð Örn Atlason ('93)
15. Heiðar Ægisson ('87)
16. Kristján Flóki Finnbogason
17. Aron Heiðdal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Adam Örn Arnarson ('49)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Ákveðið í hálfleik að halda sýningu
Hvað réði úrslitum?
Hvorugt liðið náði að skemmta áhorfendum í fyrri hálfleik og fátt var um færi. Það virkaði eins og íslensku strákarnir væru smá ragir en í seinni hálfleik brutust þeir út úr skelinni, sýndu gæði sín og færin komu á færibandi. Mörkin urðu þrjú og skemmtanagildið í hámarki. Takturinn fannst og þá sást bersýnilega hvort liðið er betra!
Bestu leikmenn
1. Aron Elís Þrándarson
Hann og boltinn eru nánir vinir. Gestirnir frá Makedóníu áttu í tómu basli með Aron Elís allan leikinn. Var sífellt ógnandi og að leita að liðsfélögunum. Óheppinn að ná ekki að skora sjálfur.
2. Höskuldur og Oliver
Blikarnir tveir voru frábærir. Höskuldur sprakk út í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Oliver var gríðarlega kraftmikill á miðjunni þar sem hann og Sindri Björnsson náðu vel saman og voru öflugir.
Atvikið
Ísinn brotinn! Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik komu strákarnir gíraðir í seinni hálfleikinn og brutu ísinn þegar Elías Már Ómarsson skoraði með hörkuskalla eftir frábæra fyrirgjöf Bödda löpp.
Hvað þýða úrslitin?
Óskabyrjun sem gefur tóninn í riðlinum. Eins og strákarnir töluðu um sjálfir fyrir leikinn þá var mikilvægt að byrja vel og ef liðið ætlar sér hluti í þessum riðli verður að vinna Makedóníu á heimavelli. Góð frammistaða.
Vondur dagur
David Babunski fyrirliði Makedóníu. Þessi strákur er á mála hjá Barcelona en náði engan veginn að sýna það í þessum leik. Sendingar hans oft á tíðum mjög misheppnaðar og hann heillaði engan á Vodafone-vellinum.
Dómarinn - 7
Erfiðleikastuðullinn fyrir norska dómarann var ekki hár. Gerði sárafá mistök og í raun reyndi ekki mikið á hann.
Byrjunarlið:
1. Damjan Siskovski (m)
2. Filip Ristovski
5. Gjoko Zajkov
7. Marjan Radeski
8. Boban Nikolov
9. Valjmir Nafiu ('66)
10. David Babunski (f)
11. Filip Pivkovski ('79) ('87)
14. Darko Velkoski
18. Burhan Mustafov
19. Besir Demiri

Varamenn:
12. Igor Aleksovski (m)
3. Angelce Timovski
4. Visar Musliu
15. Kire Markoski ('87)
16. Dorian Babunski ('79)
17. Viktor Angelov
20. Jasir Asani ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: