Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
1
ÍA
0-1 Ásgeir Marteinsson '44
Almarr Ormarsson '61 1-1
15.06.2015  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Mikið rok en þó nokkuð hlýtt
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1477
Maður leiksins: Almarr Ormarsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
11. Almarr Ormarsson
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson ('86)
19. Sören Frederiksen ('73)
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('86)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('73)
8. Jónas Guðni Sævarsson
21. Atli Hrafn Andrason
23. Guðmundur Andri Tryggvason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Jóhannes Magnússon ('53)
Gunnar Þór Gunnarsson ('76)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('90)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: KR tókst ekki að vinna Skagamenn á heimavelli
Hvað réði úrslitum?
Bæði lið klikkuðu á fullt af færum í kvöld. Leikurinn hefði getað farið hvorn vegin sem er. Liðið sem hefði nýtt færin sín betur hefði unnið leikinn í kvöld en sóknarmenn liðanna áttu ekki sinn besta dag og því fór sem fór.
Bestu leikmenn
1. Almarr Ormarsson
Almarr fékk loksins tækifæri í byrjunarliði KR og hann nýtti það mjög vel. Hann var mjög sprækur fram á við og ógnaði vörn ÍA hvað eftir annað og skoraði síðan jöfnunarmarkið í síðari hálfleik.
2. Jón Vilhelm Ákason
Besti leikmaður ÍA í leiknum. Jón er mjög klókur leikmaður og hann ógnaði KR-ingum mikið í kvöld. Hann var hársbreidd frá því að skora stórglæsilegt mark alveg í lokin en Stefán Logi bjargaði frábærlega.
Atvikið
Óskar Örn Hauksson var líklegast með eitt af verstu klúðrum sumarsins í kvöld. Eftir góðan undirbúning frá Sören Fredriksen var hann nánast fyrir opnu marki en skot hans fór hátt yfir. Hann hefði getað komið KR í 2-1 og þar með í afar vænlega stöðu.
Hvað þýða úrslitin?
KR-ingar þurfa ansi margt, ætli þeir sér að vera í alvöru toppbaráttu í sumar úr því sem komið er. Þeir eru í hættu á að missa lið eins og FH og Breiðablik of langt frá sér.
Vondur dagur
Þrátt fyrir að Stefán Logi hafi varið frábærlega undir lokin og bjargað stigi fyrir KR þá var hann ósannfærandi allan leikinn fram að því og var eins og hann væri að reyna að búa til sénsa fyrir ÍA. Betri framherjar hefðu nýtt sér það betur og refsað Stefáni.
Dómarinn - 8
Þorvaldur Árnason var mjög góður í kvöld. Hann hafði 100% stjórn á leiknum. Spjöldin hans voru hárrétt og í rauninni enginn dómur sem undirritaður man eftir að hann hafi dæmt vitlaust.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Albert Hafsteinsson
Ingimar Elí Hlynsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Jón Vilhelm Ákason
13. Arsenij Buinickij
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('87)
20. Gylfi Veigar Gylfason
23. Ásgeir Marteinsson ('71)
27. Darren Lough

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason ('87)
10. Steinar Þorsteinsson ('71)
21. Arnór Sigurðsson

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Teitur Pétursson
Arnór Snær Guðmundsson

Gul spjöld:
Darren Lough ('34)
Ásgeir Marteinsson ('39)
Jón Vilhelm Ákason ('78)

Rauð spjöld: