Fylkir
1
0
Víkingur R.
Ásgeir Örn Arnþórsson '90 1-0
26.06.2015  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Tonci Radovinkovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('58)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('89)
8. Jóhannes Karl Guðjónsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson ('77)

Varamenn:
9. Hákon Ingi Jónsson ('77)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('89)
22. Davíð Einarsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('58)

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Jóhannes Karl Guðjónsson ('13)
Oddur Ingi Guðmundsson ('72)
Hákon Ingi Jónsson ('90)

Rauð spjöld:
@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
Skýrslan: Dramatík í Lautinni
Hvað réði úrslitum?
Tréverkið bjargaði Fylkismönnum í tvígang og varamaðurinn Ásgeir Örn Arnþórsson kom inn með ferska fætur. Hann virtist hafa eitthvað aukalega í tankinum þegar hann stakkst inn fyrir vörnina og skoraði laglegt sigurmark. Þar að auki var vörn Fylkismanna að mestu leyti mjög öflug og Ólafur Íshólm var flottur í markinu.
Bestu leikmenn
1. Ásgeir Eyþórsson
Ásgeir átti mjög flottan leik í vörn Fylkismanna. Hann steig ekki feilspor í leiknum og skallaði ótalmarga háa bolta í burtu. Hann og Tonci náðu virkilega vel saman í miðverðinum í kvöld.
2. Ólafur Íshólm Ólafsson
Ólafur Íshólm bjargaði Fylkismönnum í tvígang þegar hann varði boltann vel í slána. Í eitt skiptið varði hann þrumuskot frá Rolf Toft og í seinni hálfleik varði hann vel frá Dofra Snorrasyni sem var kominn einn í gegn. Var almennt nokkuð öruggur í sínum aðgerðum.
Atvikið
Sigurmark Ásgeirs í uppbótartíma. Það benti allt til þess að leikurinn væri að fjara út og enda í markalausu jafntefli, en þá mætti Ásgeir Örn og skoraði laglegt sigurmark eftir frábæra stungusendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni. Þetta mark tryggði Árbæingum kærkomin þrjú stig.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkismenn skjótast upp í Evrópubaráttuna og Ásmundur þjálfari fær rými til að anda! Víkingar eru svekktir með að hafa ekkert fengið út úr þessu, þeir eru ennþá í áttunda sætinu en Fylkismenn skjótast upp fyrir Stjörnuna í sjötta sætið.
Vondur dagur
Afskaplega vondur dagur fyrir Óla Þórðar. Víkingar unnu 2-0 sigur í leiknum þar sem Ólafur var í banni. Hann snýr svo aftur og þeir tapa fimmta deildarleiknum í röð undir hans stjórn.
Dómarinn - 7
Þóroddur átti fínan leik og virtist að mestu leyti taka réttar ákvarðanir.
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
9. Haukur Baldvinsson ('71)
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
15. Andri Rúnar Bjarnason ('86)
16. Milos Zivkovic
22. Alan Lowing
23. Finnur Ólafsson
24. Davíð Örn Atlason ('46)

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('46)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('86)
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
27. Tómas Guðmundsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: