Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Keflavík
1
2
Stjarnan
0-1 Jeppe Hansen '24
Sigurbergur Elísson '37 1-1
1-2 Arnar Már Björgvinsson '46
29.06.2015  -  20:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Frábært fótboltaveður
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 850
Maður leiksins: Jeppe Hansen
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('50)
Sigurbergur Elísson
2. Samuel Jimenez Hernandez
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
9. Daníel Gylfason ('73)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('76)
13. Unnar Már Unnarsson
20. Magnús Þórir Matthíasson

Varamenn:
12. Stefán Guðberg Sigurjónsson (m)
11. Bojan Stefán Ljubicic
14. Alexander Magnússon ('73)
22. Indriði Áki Þorláksson ('76)
25. Frans Elvarsson ('50)
29. Fannar Orri Sævarsson
30. Samúel Þór Traustason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('34)
Samuel Jimenez Hernandez ('52)
Frans Elvarsson ('55)
Unnar Már Unnarsson ('72)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Lárus Ingi Magnússon
Skýrslan: Falldraugur yfir Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Stjarnan hóf báða hálfleika af miklum krafti og létu Keflavíkurvörnina hafa verulega fyrir hlutunum. Þeir skoruðu mark í fyrri hálfleik og virtust svo slaka aðeins á og fengu á sig jöfnunarmark. Þeir komu svo dýr vitlausir út úr búningsherberginu eftir tesopann og settu mark eftir tæpa 1 mín og þar við sat.
Bestu leikmenn
1. Jeppe Hansen
Gerði varnarmönnum Keflavíkur aftur og aftur verulega erfitt fyrir með tækni sinni og hraða. Hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Klárlega einn af betri sóknarmönnum deildarinnar þegar hann er í þessum gír.
2. Sigurbergur Elisson
Var sá eini í Keflavíkurliðinu sem hafði getu á við mótherjana. Gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður sem heldur einhverju lífi í þessu slaka Keflavíkurliði.
Atvikið
Árás Stjörnunar í upphafi seinni hálfleiks gerði út um leikinn og skildi liðin að í lokin.
Hvað þýða úrslitin?
Eftir þetta tap eru Keflvíkingar í verulega slæmum málum á botninum, fjórum stigum á eftir ÍBV og fimm stigum frá því að koma sér í öruggt sæti. Fátt í þeirra leik sem virðist benda til þess að eitthvað geti komið í veg fyrir fall þeirra. Þessi sigur var aftur á móti líka nauðsynlegur fyrir Stjörnuna ef þeir ætli sér að reyna að blanda sér í baráttu um titilinn.
Vondur dagur
Vörn Keflavíkur var alveg úti á túni í hvert skipti sem Stjörnumenn nenntu að gera árásir. Kemur lítið á óvart ef mið er tekið af þessum leik að þetta lið sé búið að fá á sig 23 mörk í 10 leikjum.
Dómarinn - 6,5
Valgeir átti heilt yfir ágætis dag en lét á stundum gestina úr Garðabænum hafa of mikil áhrif á þyngd refsinga ef þeir lágu bara nógu lengi í grasinu eftir mis alvarleg brot. Virtist líka spjalda rangan mann í Keflavíkurliðinu sem frelsaði þann brotlega frá rauðu spjaldi.
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson ('88)
8. Halldór Orri Björnsson ('83)
8. Pablo Punyed
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen ('90)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Jóhann Laxdal ('88)
18. Jón Arnar Barðdal ('90)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
22. Þórhallur Kári Knútsson ('83)
24. Brynjar Már Björnsson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('68)

Rauð spjöld: