Selfoss
1
1
KR
Guðmunda Brynja Óladóttir '2 , misnotað víti 0-0
0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir '20
Magdalena Anna Reimus '77 1-1
29.06.2015  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Geggjaðar aðstæður. Sól í hjarta og bros á vör.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 413
Maður leiksins: Chelsea. A Leiva
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir ('71)
Dagný Brynjarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
2. Donna Kay Henry
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
15. Summer Williams
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir ('36)

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
3. María Rós Arngrímsdóttir ('71)
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
14. Karitas Tómasdóttir ('36)
28. Esther Ýr Óskarsdóttir

Liðsstjórn:
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:
Donna Kay Henry ('45)

Rauð spjöld:
@arnarmagnusson Arnar Helgi Magnússon
Skýrslan: Baráttugleði KR-inga skilaði stigi
Hvað réði úrslitum?
Baráttugleði KR-inga skilaði þeim einu stigi í dag. Fórnuðu sér fyrir hvor aðra og börðust um hvern einasta bolta. Mættu Selfyssingum af mikilli ákefð og komu þeim á óvart. Lágu til baka og beittu skyndisóknum.
Bestu leikmenn
1. Chelsea A. Leiva
Gríðarlega sterk í liði KR í dag. Var fullkomin í sínu hlutverki þar sem KR ætlaði að liggja til baka og sækja á fáum leikmönnum. Notaði hraða og kraft sinn mikið og olli miklum usla í vörn heimamanna sem leit ekki vel út oft á tíðum.
2. Agnes Þóra Árnadóttir
Miðjumaðurinn knái var að vanda í marki KR-inga í dag. Hún var gríðarlega örugg í markinu og ákveðin í sínum aðgerðum. KR hafa fengið undanþágu til þess að fá markmann vegna vandræða þeirra. Eins og Björgvin Karl segir í viðtalinu verður nýi markmaðurinn að vera ansi góð ef hún ætlar að slá Agnesi út.
Atvikið
Vítaspyrnan sem Selfyssingar fá strax í byrjun leiks. Guðmunda Brynja fór á punktinn og skaut í slánna. Hefðu Selfyssingar brotið ísinn svona snemma leiks hefði verið áhugavert að sjá hvort leikurinn hefði þróast eins og raun bar vitni.
Hvað þýða úrslitin?
Frábært stig fyrir KR sem er í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar. Liðið mætir Fylki í næsta leik sem er afar mikilvægur leikur. Selfyssingar hinsvegar eru grautfúlir með úrslitin. Ef að liðið ætlar að taka þátt í toppbaráttu þá þarf að klára svona leiki. Liðið er nú 6 stigum á eftir toppliði Breiðablik.
Vondur dagur
Þrátt fyrir að hafa ekki tapað leiknum átti lið Selfyssinga ekki góðan dag. Svona spilamennska gengur ekki mikið lengur ef að liðið ætlar að berjast um þann stóra. Það má velta því fyrir sér hvort heimamenn hafi hreinlega vanmetið KR.
Dómarinn - 8
Ekkert að sakast við dómaratríó dagsins. Einar Ingi og hans aðstoðarmenn skiluðu sinni vinnu vel í dag. Spurning hvort hann hefði getað veifað rauðu strax á 2.mínútu þegar hann dæmdi vítaspyrnuna en það verður hver að dæma fyrir sig.
Byrjunarlið:
1. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
Margrét María Hólmarsdóttir ('66)
Sigríður María S Sigurðardóttir ('88)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
3. Chelsea A. Leiva
5. Sigrún Birta Kristinsdóttir
8. Sara Lissy Chontosh
14. Hulda Ósk Jónsdóttir ('79)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
26. Kelsey Loupee

Varamenn:
3. Hanna Kristín Hannesdóttir ('79)
4. Oktavía Jóhannsdóttir
7. Sonja Björk Jóhannsdóttir ('66)
10. Stefanía Pálsdóttir ('88)
13. Bjargey Sigurborg Ólafsson
23. Guðrún María Johnson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('2)
Sara Lissy Chontosh ('21)
Chelsea A. Leiva ('34)

Rauð spjöld: