Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Stjarnan
3
0
ÍBV
Jeppe Hansen '19 1-0
Jeppe Hansen '35 2-0
Þórhallur Kári Knútsson '90 3-0
26.07.2015  -  17:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Fínasta fótboltaveður þó það sé smá hvasst
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 701
Maður leiksins: Jeppe Hansen
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
7. Guðjón Baldvinsson ('60)
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason ('77)
17. Ólafur Karl Finsen ('88)
19. Jeppe Hansen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Kári Pétursson
6. Þorri Geir Rúnarsson
22. Þórhallur Kári Knútsson ('60)
24. Brynjar Már Björnsson ('77)

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('15)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: Jeppinn keyrði yfir ÍBV í fyrsta heimasigri meistaranna
Hvað réði úrslitum?
Stjarnan var betra liðið í dag frá fyrstu mínútu. Liðið skapaði sér mikið fleiri færi og sigurinn hefði getað verið stærri. Loksins frammistaða sem minnti okkur á síðasta ár. ÍBV tók skref til baka í dag eftir nokkur skref fram á við í síðustu leikjum.
Bestu leikmenn
1. Jeppe Hansen
Jeppinn er frábær framherji á sínum degi og hann er upp á sitt besta með leikmenn eins og Guðjón og Óla Kalla í kringum sig. Hann skoraði tvö í dag og hefði getað skorað fleiri.
2. Ólafur Karl Finsen
Óli Kalli skoraði ekki í dag en hann stóð sig virkilega vel. Hann lagði upp fyrra markið með flottum sprett og sendingu en hann hafði farið framhjá nokkrum Eyjamönnum auðveldlega. Hann átti marga svoleiðis spretti og var alltaf ógnandi. Óli er með gæði sem eru sjaldgæf í þessari deild.
Atvikið
Gunnar Heiðar Þorvaldsson fór meiddur útaf í hálfleik eftir að hafa fengið högg á löppina í fyrri hálfleiknum. Merkilegast við það er að Gunnar fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Garðar Örn Hinriksson ákvað að bjóða hann velkominn heim úr atvinnumennsku.
Hvað þýða úrslitin?
Stjörnumenn unnu loksins heimaleik en þeir skelltu sér upp í sjötta sæti og hafa þeir 19 stig. Það er ekki alltof langt í efstu liðin og hver veit nema þeir blandi sér í toppbaráttu undir lokin. Eyjamenn eru ennþá í fallslag upp á líf og dauða en þeir fara aftur í fallsæti ef Leikni tekst að vinna eða gera jafntefli gegn ÍA í kvöld.
Vondur dagur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson fær þetta. Ekki vegna þess að hann var eitthvað sérlega lélegur en þegar þú er spjaldaður fyrir dýfu sem verður til þess að þú þarft að fara útaf vegna þess að þú meiddist, þá ertu að eiga vondan dag.
Dómarinn - 5
Heilt yfir var Garðar Örn Hinriksson ekki sérlega lélegur í þessum leik, það eru einstaka atvik sem draga hann niður og þá sérstaklega atvikið með Gunnari Heiðari sem var stórfurðulegt. Hann hafði stjórn á leiknum allan tímann en, þú færð ekki yfir fimm ef þú gerir svona vitleysu eins og í atvikinu með Gunnar Heiðar.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Ian David Jeffs
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('45)
2. Tom Even Skogsrud
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason ('82)
9. Sito ('73)
11. Víðir Þorvarðarson
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
5. Jón Ingason
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson ('73)
21. Dominic Khori Adams
22. Gauti Þorvarðarson ('82)

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('28)
Víðir Þorvarðarson ('67)
Hafsteinn Briem ('80)

Rauð spjöld: