KR
0
0
Breiðablik
27.07.2015 - 20:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Mjög flott veður til að spila fótbolta. Völlurinn virkar mjög góður líka
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 2250
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Mjög flott veður til að spila fótbolta. Völlurinn virkar mjög góður líka
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 2250
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin
('76)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Sören Frederiksen
('76)
20. Jacob Toppel Schoop
('65)
Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
9. Hólmbert Aron Friðjónsson
('76)
11. Almarr Ormarsson
('65)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
20. Axel Sigurðarson
22. Óskar Örn Hauksson
('76)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('32)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Stórleikurinn sem komst aldrei af stað
Hvað réði úrslitum?
Bæði lið vörðust betur en þau sóttu í þessum leik og ef þau komust í færi þá var annað hvort markmaður eða varnarmaður til takst að stöðva það sem gékk á.
Bestu leikmenn
1. Stefán Logi Magnússon
Það hafa margir í gegnum tíðina gagnrýnt Stefán Loga og jafnvel talað um hann sem veikan hlekk í KR liðinu. Stefán hefur hins vegar verið virkilega góður í síðustu leikjum með KR. Hann varði nokkrum sinnum vel í dag og þá sérstaklega er hann varði frá Arnþóri Ara. Það var markvarsla sem vann stig fyrir KR í kvöld.
2. Oliver Sigurjónsson
Oliver spilaði fyrir framan vörnina og gerði það frábærlega. Hann sá til þess að sterkir sóknarsinnaðir leikmenn KR komust aldrei almennilega í gegn og átti nokkrar stórgóðar tæklingar. Virkilega efnilegur piltur.
Atvikið
Atli Sigurjónsson sparkaði boltanum í höfuðið á Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins en atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik. Þorvaldur kláraði hálfleikinn en fór síðan með sjúkrabíl frá vellinum í hálfleik en hann var með heilahristing.
|
Hvað þýða úrslitin?
FH-ingar geta komist á toppinn núna þar sem þeir eiga leik inni á KR. Blikar geta verið ánægðir með að hafa ekki tapað leiknum þar sem KR-ingarnir hefðu komist full langt frá þeim með sigri.
Úrslitin þýða einfaldlega að toppbaráttan er ennþá hnífjöfn.
Vondur dagur
Fyrir dómara leiksins. Erlendur Eiríkson brá sér í allra kvikynda líki í kvöld. Hann átti upprunalega að vera varadómari en vegna meiðsla aðstoðardómara skellti hann sér í aðstoðardómara hlutverkið. Þorvaldur Árnason gat síðan ekki klárað leikinn og því varð Erlendur aðaldómari í síðari hálfleik.
Dómarinn - 6 og 6
Þorvaldur Árnason var allt í lagi í fyrri hálfleiknum. Hann flautaði ögn of mikið og leikurinn fékk því ekki alveg að fljóta. Hann dæmdi hins vegar nokkuð vel og ekkert vafaatriði átti sér stað. Erlendur tók við í seinni hálfleiknum og stóð sig einnig með príði.
|
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
('45)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
('70)
30. Andri Rafn Yeoman
('60)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
('45)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
('60)
11. Gísli Eyjólfsson
17. Jonathan Glenn
('70)
21. Guðmundur Friðriksson
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('19)
Rauð spjöld: