Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Keflavík
0
1
KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason '71
25.08.2015  -  18:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Frábært veður til að spila fótbolta og völlurinn í fínu standi
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 850
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Guðjón Árni Antoníusson
Sigurbergur Elísson
2. Samuel Jimenez Hernandez ('86)
5. Paul Junior Bignot
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon ('63)
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
25. Frans Elvarsson
32. Chukwudi Chijindu ('79)
33. Martin Hummervoll

Varamenn:
10. Hörður Sveinsson ('79)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
20. Magnús Þórir Matthíasson ('86)
22. Leonard Sigurðsson
22. Abdel-Farid Zato-Arouna ('63)
30. Samúel Þór Traustason

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('45)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: Klaufamark KR sendir Keflavík skrefi nær 1.deild
Hvað réði úrslitum?
KR-ingar voru heilt yfir betri í leiknum. Þeir sköpuðu sér fleiri og betri færi og unnu að lokum verðskuldaðan sigur.
Bestu leikmenn
1. Óskar Örn Hauksson
Óskar átti mjög fínan dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann átti hverja góða fyrirgjöfina á fætur annarri beint á kollinn á Hólmberti. Á öðrum degi hefði hann getað verið með fimm stoðsendingar í leiknum. Hann átti síðan skot frá miðju sem hafnaði í slánni.
2. Einar Orri Einarsson
Einar Orri var stærsta ástæða þess að KR vann ekki stærri sigur í kvöld. Hann átti nokkrar rosalega góðar tæklingar ásamt því að berjast til síðasta blóðdropa. Einar Orri elskar Keflavík og það sást í kvöld.
Atvikið
Mark Pálma Rafns réði úrslitum í kvöld. Hann var stálheppinn en varnarmaður Keflvíkinga hreinsaði boltann beint í Pálma og þaðan lak hann í netið.
Hvað þýða úrslitin?
KR-ingar eru ekki ennþá búnir í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn en þeir þurfa að treysta á að Breiðablik og FH misstígi sig. Keflavík er hins vegar ennþá í ruglinu á botninum og þarf ansi mikið til að liðið falli ekki niður um deild.
Vondur dagur
Hólmar Örn átti ekki góðan dag í dag og voru KR-ingar með algjöra stjórn á miðjunni og átti hann lítið erindi í Pála Rafn og Jónas Guðna í dag.
Dómarinn - 5
Þóroddur þurfti ekki að taka neinar rosalegar ákvarðanir en hann tók nokkrar stórfurðulegar sem höfðu ekki áhrif á hvernig leikurinn fór. Hann klikkaði á augljósum brotum oftar en einu sinni.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('57)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Sören Frederiksen ('69)
20. Jacob Toppel Schoop ('90)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
7. Gary Martin ('57)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Almarr Ormarsson ('69)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon ('90)
21. Atli Hrafn Andrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pálmi Rafn Pálmason ('58)
Sören Frederiksen ('63)

Rauð spjöld: