Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Víkingur R.
1
0
ÍBV
Andri Rúnar Bjarnason '93 1-0
25.08.2015  -  18:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Gola skáhallt á völlinn sem verður eilítið í bak og móti liðunum. 17 stiga hiti og völlurinn fínn.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('87)
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('58)
23. Finnur Ólafsson
25. Vladimir Tufegdzic ('69)

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
Stefán Þór Pálsson
7. Erlingur Agnarsson
9. Haukur Baldvinsson ('69)
15. Andri Rúnar Bjarnason ('58)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Vestfirsk dramatík í Víkinni
Hvað réði úrslitum?
Orkan sem varamenn Víkinga áttu inni á síðustu andartökum leiksins, frábært upphlaup Davíðs og yfirveguð klárun Vestfirðingsins Andra skilaði sigurmarkinu. Varamenn eiga jú að breyta og það gerðu þeir svo sannarlega.
Bestu leikmenn
1. Igor Taskovic
Í leik sem alltaf verður minnst fyrir fá færi og varnarleik þá var Taskovic kletturinn hjá heimaliðinu, braut upp sóknir Eyjamanna og hélt sínum mönnum við efnið allan tímann. Leysti hafsentastöðuna óaðfinnanlega og mjög sterkt að hafa mann sem ber boltann svo vel upp.
2. Mario Brlecic
Öruggur á boltann, brýtur upp sóknir andstæðingsins og með mikið og gott sendingahlutfall í þessum leik.
Atvikið
Á 93.mínútu virðist brotið á Skogsrud á leið í Eyjamannasókn, dómarinn dæmdi ekkert, boltanum flamberað á Davíð Atlason sem veður upp allan völlinn og leggur upp sigurmarkið.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar eru komnir 7 stigum frá fallsæti og þurfa bara einn sigur enn til að vera algerlega sloppnir. Vestmanneyingar eru djúpt í fallpottinum alræmda og þurfa sárlega á stigum að halda.
Vondur dagur
Sóknarleikur ÍBV vaknaði á milli mínútu 89 og 92 en það verður aldrei nóg í Pepsideildinni. Það vita allir hvaða gæði liggja í fótum framherja þeirra, en þau verða sárlega að sjást í verki ef ekki á illa að fara.
Dómarinn - 8,0
Guðmundur Ársæll var að fara að fá solid níu í þessum leik þar til í uppbótartíma. Kannski til marks um að dómaradjobbið getur verið hart að tiltölulega meinlaust brot úti á miðjum velli leiðir af sér dramatískt sigurmark. En Guðmundur átti að öðru leyti afar góðan dag.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('67)
2. Tom Even Skogsrud
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
9. Sito
11. Víðir Þorvarðarson ('77)
14. Jonathan Patrick Barden
17. Stefán Ragnar Guðlaugsson
19. Mario Brlecic
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson ('77)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('14)
Abel Dhaira ('34)
Jonathan Patrick Barden ('74)

Rauð spjöld: