Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
ÍBV
3
0
Keflavík
Ian David Jeffs '31 1-0
Gunnar Heiðar Þorvaldsson '38 , víti 2-0
Hafsteinn Briem '73 3-0
30.08.2015  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Flottur völlur og blíðskaparveður
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 660
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Ian David Jeffs ('74)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason
5. Avni Pepa
9. Sito ('90)
14. Jonathan Patrick Barden
17. Bjarni Gunnarsson ('82)
19. Mario Brlecic
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
2. Tom Even Skogsrud
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason ('74)
17. Stefán Ragnar Guðlaugsson
18. Ásgeir Elíasson ('90)
23. Benedikt Októ Bjarnason ('82)

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@fotboltinet Gabríel Sighvatsson
Skýrslan: Aðeins kraftaverk getur bjargað Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Gæði. Eyjamenn sýndu mun meiri gæði í leik sínum, vörnin var þétt og sóknarleikurinn hugmyndaríkur. Keflavík var aldrei almennilega inni í leiknum og vantaði neistann hjá þeim.
Bestu leikmenn
1. Hafsteinn Briem
Hafsteinn Briem sneri aftur eftir meiðsli og átti frábæran leik í vörninni. Lét engan bilbug á sér finna og myndaði eins og oft áður öflugt miðvarðapar með Avni Pepa. Skaut líka upp kollinum með einu marki í seinni hálfleik.
2. Ian Jeffs
Ian Jeffs sýndi einnig stórgóðan leik áður en hann var tekinn út af þegar um korter lifði leiks. Þá var hann búinn að skora mark beint úr aukaspyrnu og leggja upp annað, einnig úr aukaspyrnu.
Atvikið
Fyrsta mark Eyjamanna. Fram að því voru Keflvíkingar ennþá með í leiknum. Eftir það tóku Eyjamenn algjörlega yfir. Í byrjun seinni hálfleiks sýndu Keflavik smá lífsmark en duttu fljótt aftur í sama farið.
Hvað þýða úrslitin?
ÍBV fer upp í 18 stig og er fjórum stigum frá Leikni sem eru í næstneðsta sæti. Keflavík á hinn bóginn er núna í verulega vondum málum en þeir þurfa að vinna alla leiki sem þeir eiga eftir og treysta á hagstæð úrslit hjá öðrum liðum ætli þeir sér að halda sér uppi.
Vondur dagur
Haukur Ingi nefndi það sem dæmi um hversu lélegir þeir voru að besti leikmaður liðsins hefði verið á öðrum fætinum allan leikinn. Enn og aftur olli Keflavík vonbrigðum, það er ekki hægt að taka einhvern einn fyrir, allt liðið var lélegt. Það var ekkert í spilamennsku liðsins sem sagði að þeir ættu skilið að vera í Pepsi-deildinni að ári.
Dómarinn - 7
Erlendur Eiríksson átti rólegan dag í dag, einungis eitt spjald fór á loft og leikurinn fékk að fljóta vel. Gerði vel í að dæma víti í fyrri hálfleik en annars var ekkert um vafaatriði í leiknum.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Guðjón Árni Antoníusson
Sigurbergur Elísson
Hólmar Örn Rúnarsson
2. Samuel Jimenez Hernandez ('66)
5. Paul Junior Bignot
6. Einar Orri Einarsson ('80)
10. Hörður Sveinsson ('54)
20. Magnús Þórir Matthíasson
22. Abdel-Farid Zato-Arouna
33. Martin Hummervoll

Varamenn:
6. Sindri Snær Magnússon
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('80)
22. Leonard Sigurðsson
25. Frans Elvarsson ('66)
30. Samúel Þór Traustason
32. Chukwudi Chijindu ('54)

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Abdel-Farid Zato-Arouna ('72)

Rauð spjöld: